Fara í efni

JÁ EÐA NEI

Icesave samningurinn hlýtur að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á almenningur að greiða skuldir óreiðumanna og einkafyrirtækja? Engin lög segja að íslenskir skattgreiðendur eigi að greiða innistæðutryggingar í Englandi og Hollandi. Nýja Ísland krefst þess að þjóðin taki ákvörðun. Spurning mín er þessi: Styður þú ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um þennan nýja Icesavesamning Ögmundur? Já eða nei.
Pétur

Þakka þér bréfið Pétur. Ég hef þegar svarað spurningu þinn hér á síðunni. Þau samningsdrög sem nú liggja til skoðunar í þinginu eru önnur og miklu betri en þau sem fyrr komu fram. Ég hef jafnframt sagt að mér sýnist málið komið á endastöð. Þjóðaratkvæðagreiðslu mun ég ekki krefjast af þeim sökum. Eftir er að koma í ljós hvað öðrum finnst þó mér þyki flest hníga í þá átt að sæmileg sátt verði um málið. Alla vega ekki mjög víðtæk samstaða. Forsetinn skýrði ákvörðun sína um að málið færi til þjóðarinnar með tílvísan til víðtækrar andstöðu almeninings og á þingi.
Hins vegar talar þú tungum tveim samanber fyrri bréf þín. Ég vísa til dæmis í þessa slóð: https://www.ogmundur.is/is/fra-lesendum/edlislaeg-personuroskun 
Kv.
Ögmundur