NÓG KOMIÐ AF GÍFURYRÐUM
Sæll Ögmundur - Venjan er sú að þingmenn Sjálfstæðisflokksins
fái svona meðferð hjá Samfylkingarfjölmiðlunum og er þá
sannleikurinn ekkert að þvælast þar fyrir. Nú er sá góði drengur
Ásmundur Einar skotspónninn. Sf væntanlega að hefna sín. En er nú
ekki kominn tími til þess að þingmenn hætti gífuryrðum í garð hvers
annars og reyni að endurheimta eitthvað af virðingu þingsins? Svona
skrif um Ásmund eða aðra þingmenn dæma sig sjálf. Ummæli Björns
Vals um þremenningana og aðra eru hans orð og dæma hann sjálfann en
niðurlægja þingið í leiðinni. Árni Þór svarar væntanlega sjálfur
fyrir orð sín um ykkur.
Ólafur I. Hrólfsson