ÓFORSKÖMMUÐ DELLA!

Ögmundur...
Ég er algjörlega á móti vegatollum til að fjármagna vegagerð!!!  Þetta hefur verið notað í Bandaríkjunum og í Kanada og sjálfsagt í fleiri útlöndum, en er mjög misheppnuð aðferð til að fjármagna vegagerð og viðhald.  Í Kanada hefur þessu sem betur fer verið hætt.
Gera sprenglærðu spekingarnir sér ekki grein fyrir því að það mun taka að eilífu að greiða fyrir vegagerð með vegatollum þar sem oft mun ekki koma inn fyrir kostnaðinum á innheimtunni!  Hefur enginn gert sér raunhæfa grein fyrir raunverulegum kostnaði á innheimtu vegatolla 24 tíma á dag 365 daga ársins, eftirlit með peningunum, bókhald, tímaeyðsla óánægju vegfarenda og stöðvun og ræsing bifreiða. Að segja að þetta verði í almannaeign einhvertíma í framtíðni án þess að gera fjárhagslega grein fyrir því, er einfaldlega ein pólitíska blekkingin í viðbót! Það er skömm að því að þeir sem standa að þessu og mæla því bót þykist vera félagshyggju fólk!  Þetta er óforskömmuð della!
Vegirnir eru og eiga alltaf vera í eigu almennings, aldrei einkaaðila, þetta verður að vera ófrávíkjandi prinsipp! 90% vegagerðarinnar á að vera fjármögnuð með lánum sem ríkið tekur frá sjálfu sér vaxtalaust!
Bölvaður Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur alltaf verið til bölvunar, hvar sem hann hefur verið, og svo er hér!  Okkur almenningi var lofað fyrir síðustu alþingiskosningar að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum yrði ekki hleypt inn í landið. Þetta var svívirðilega svikið, en nú verður að stofna til átaks til að losna við hann, og það STRAX!
Kær kveðja,
Helgi

Þakka þér fyrir bréfið Helgi. Að uppstöðu til er um að ræða framkvæmdir með beinum lántökum frá ríkinu til sjálfs sín og til samgöngumannvirkja sem ríkið eignast sjálft. Gjaldtakan getur farið fram rafrænt með sáralitlum tilkostnaði. Það er og hugmyndin. Þetta er EKKI einkaframkvæmd og EKKI einkavæðing. Það er í mínum huga grundvallaratriði.
Kv.
Ögmundur

Fréttabréf