TOSSATAL
Í dag hafa þeir átt viðræður sín í milli í fjölmiðlum Már
Guðmundsson, seðlabankastjóri og Þórólfur Matthíasson,
prófessor. Þeir eru sammaála um að öllu máli skipti að semja um
Icesave strax og að drátturinn á samningum hafi kostað okkur
gríðarlega fjármuni. Þetta er náttúrlega ekkert nýtt, nákvæmlega
sömu ræðurnar og yfirlýsingarnar og í fyrra nema nú eru þeir
kallaðir tossar sem voru og eru á öðru máli. Á daginn hefur hins
vegar komið að tossarnir eru þeir sjálfir, Már og Þórólfur. Þeir
reyndust hafa rangt fyrir sér alla leið. Eina sem ég bið nú um er
að þeir sýni okkur með dæmum og með tölulegum útreikningum
hvað Icesavedrátturinn hefur kostað þjóðarbúið. Staðreyndin er
náttúrlega sú að Icesave I og Icesave II hefði þurrkað prófessor
Þórólf og félaga hans út af fjárlögum fyrir löngu. Eftir á að
hyggja hefði kannski verið rétt að þegja og samþykkja.
Jóel A.