AÐ HRUNI KOMINN Desember 2010
Það er náttúrulega fínt, að kjörin séu betri nú, en þau voru.
Allt annað hefði nú verið "katastrófa", svo vægt sé að orði kveðið.
Það sem mig langar hinsvegar að spyrja þig um Ögmundur er: Hver
heldur þú, að sé orðinn kostnaður þjóðfélagsins (beint og óbeint),
vegna þess þófs, sem var viðhaft á Alþingi á sínum tíma og síðan
neitunar "Keisarans" á lögunum og eftirfarandi
þjóðaratkvæðagreiðslu og nýtt samningaferli?? ....
Snæbj.
Lesa meira
...Trúboð þeirra gengur út á að ljúga upp á þig sakir og
endurskrifa söguna svo mjög að minnir helst á það þegar
hægriöfgamenn afneita þróunarkenningu Darwins. Vill
kirkjumálaráðherrann verja svona ofsatrúarlið út í hið óendanlega?
Lið, sem afbakar sannleikann miskunnarlaust og klastrar upp
helgimyndum af AGS og ESB og Magma og Icsave svo tilbiðjendurnir
verða sturlaðir og hringsnúast sem snældur og verða þannig
snældu-vitlausir og hugsa ekki lengur skýrt, heldur hlaupa út um
allar koppagrundir og velli með blinda augað á kíkinn í
tossabandalagi og af hjarðeðli og baula að þetta sé allt glæsilegt,
því Steingrímur segi það og Svavar segi það og Indriði segi það og
Þórólfur og RÚV segi það. Þetta lið er orðið ...
Pétur Örn Björnsson
Lesa meira
Það eru talin vera ein af frumskyldum ríkisstjórnar að verja
hagsmuni þjóðarinnar. Þegar ríkisstjórnin lætur undir höfuð
leggjast að færa fram málsvörn gagnvart ESA í Icesave málinu,
hlýtur það að teljast ámælisvert. Það er ekki hægt að afsaka
athafnaleysi. Það er Geir Haarde að horfast í augu við. Gildir það
ekki líka um núverandi ríkisstjórn? Hreinn K.
Lesa meira
...Jóel A. þarf ekkert að undrast þótt þeir sem vildu pranga
fyrri samningi inn á þjóðina í vankunnáttu sinni og
undirlægjuhætti skuli nú reyna að telja okkur trú um að töfin hafi
kostað okkur mikið. Þetta er ekki bara rugl heldur ámátlegur
málflutningur og hvorki sæmandi fyrir Seðlabankann né Haskóla
Íslands.
Grímur
Lesa meira
Í dag hafa þeir átt viðræður sín í milli í fjölmiðlum Már
Guðmundsson, seðlabankastjóri og Þórólfur Matthíasson, prófessor.
Þeir eru sammaála um að öllu máli skipti að semja um Icesave strax
og að drátturinn á samningum hafi kostað okkur gríðarlega fjármuni.
Þetta er náttúrlega ekkert nýtt, nákvæmlega sömu ræðurnar og
yfirlýsingarnar og í fyrra nema nú eru þeir kallaðir tossar sem
voru og eru á öðru máli. Á daginn hefur hins vegar komið að
tossarnir eru þeir sjálfir, Már og Þórólfur. Þeir reyndust hafa
rangt fyrir sér alla leið. Eina sem ég bið nú um er að...
Jóel A.
Lesa meira
Samfylkingin hlustaði um helgina á niðurstöður umbótanefndar
flokksins. Svo var að skilja að flokkurinn hefði gengið í gegnum
hreinsunarelda gagnsæis og heiðarleika. Kannski nær að tala um
meint gagnsæi og meintan heiðarleika. Jóhanna Sigurðardóttir,
forætisráðherra, hefur nú lýst því yfir að hún hafi aldrei hótað
afsögn eða að ríkisstjórnin myndi fara frá ef menn létu ekki af
andstöðu við lausnina sem þá var boðið upp á í Icesave. Þetta
snertir þig Ögmundur, sagðist þú ekki hafa farið úr ríkisstjórninni
fyrir rúmu ári út af Icesave? Þú sagðist hafa verið að bjarga
stjórrninni sem hafi hótað afsögn ef ekki allir fylgdu sömu línu í
þessu máli. Ég man eftir öllum viðtölunum þar sem þú sagðir
...
Grímur
Lesa meira
Mótsögn nr. 1
Grundvöllur neyðarlaganna var og er að það hafi orðið
forsendubrestur. Nú eru í uppsiglingu mikil málaferli vegna
neyðarlaganna. Allt tal um "eftirgjöf" og "aðstoð" og "hjálp" við
skuldara, í stað þess að taka undir málflutning HH um forsendubrest
er vatn á myllu þeirra sem vilja hnekkja neyðarlögunum.
Mótsögn nr. 2
Bankarnir voru á sínum tíma harðlega gagnrýndir fyrir að veita 90%
lán til húsnæðiskaupa. Menn töldu það fráleita áhættu. Nú segja
menn að það sé ljómandi góð hugmynd að miða við 110%
veðsetningu.
Mótsögn nr. 3...
Hreinn K
Lesa meira
Hvaða hlutverki eiga bankar að sinna í samfélögum? Mjög
athyglisverð grein: http://www.vald.org/greinar/101102.html
Björn Fróðason
Lesa meira
Var að lesa niðurstöður ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda og
í frammhaldi langar mig til að spyrja þig um eitt atriði sem mér
sýnist að hafi gleymst en það eru þau heimili sem hafa staðið í
skilum í gegnum síðustu tvö ár. Þessi heimili eru ansi mörg sem
betur fer en þau hafa eins og önnur mátt þola hækkun á höfuðstól
sinna skulda vegna óráðssíu bankamanna og annara sem komu að þeim
málum á sínum tíma. Þess vegna spyr ég þig Ögmundur finnst þér það
réttlátt að þessi heimili haldi áfram að borga af þessum bólgna
höfuðstól á meðan að þeir sem fóru offari í skuldsetningu fá
...
Viðar Magnússon
Lesa meira
Lýðræði í sókn-valdakerfi á undanhaldi! Ég vona innilega að þú
hafir rétt fyrir þér. Samt leyfi ég mér að efast, vegna þess, að
VG, flokkurinn sem vann sinn stærsta kosningasigur, í síðustu
þingkosningum, virðist vera og er, alveg eins og allir hinir gömlu
klíkuflokkarnir. Alla vega er mikill skortur á lýðræði þar inni,
ekkert hlustað á grasrótina í flokknum, eða bara venjulegan
flokksmann. Eiginlega skil ég ekki sjálfan mig, hversu blindur ég
hef verið í áratugi, sem flokksmaður í VG og áður
Alþýðubandalaginu, frá unglingsárum. Sama má segja um
ríkisstjórnina...gerir ekkert í að breyta til! ...
Friðjón G.Steinarsson,
flóttamaður í Danmörku.
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum