AÐ HRUNI KOMINN 2010

FORSETINN VIRKJAR LÝÐRÆÐIÐ

Sundrungin í þjóðfélaginu hefur því miður orðið til þess að okkur Íslendingum hefur ekki tekist að sameinast um neina víglínu gagnvart kröfum Breta og Hollendinga. Þess vegna þurfum við nú að geta reitt okkur á forseta þjóðarinnar. Hann er sá eini sem getur hafið þetta mál upp úr skotgröfum pólitíkurinnar og þjappað þjóðinni saman til að verja hagsmuni sína. Þetta getur hann gert með því að bera Icesavemálið fyrir þjóðina. Flestir Íslendingar telja nú að draga eigi þessa víglínu um fyrirvara Alþingis sem settir voru á Icesave-ríkisábyrgðina í sumar þrátt fyrir að núverandi frumvarp hafi komist í gegnum þingið. Með Icesave lögunum í sumar sagði þjóðin við alþjóðasamfélagið að ...
Ólafur Elíasson

Lesa meira

VILL RÍKISSTJÓRNIN EKKI ÞESSA ÞJÓÐ?

Sammála mati þínu á Icesave, þjóðaratkvæðagreiðslu og lífi ríkisstjórnarinnar. Það er ekki alþingiskosningar eða ný stjórnaróvissa sem þjóðin vill. Þjóðin kaus sér þessa ríkisstjórn í vor, þjóðin vill sennilega ekki Icesave-II, ef ríkisstjórnin vill ekki þessa þjóð er okkur vandi á höndum.
Gunnar Skúli Ármannsson

Lesa meira

VAR HISSA EN VIRÐI RÖKIN

Ögmundur, ég var hissa þegar þú felldir tillögu Péturs Blöndal daginn svarta 30. desember vitandi það að Icesave gæti komist í gegn sem lög. Samt virði ég rökin þín í ræðu þinni þann kolsvarta og niðurlægjandi dag um að þú héldir að forsetinn myndi virða lýðræðið og þjóðarviljann. Öll mín trú á VG í heild hefur fokið út í veður og vind, þó ég trúi enn á ...
ElleE

Lesa meira

RÍKISSTJÓRNIN MÁ EKKI FARA FRÁ!

Nú er svo komið, að forseti Íslands verður að leyfa þjóðinni að kjósa um Icsafe. Ég hef lesið töluvert af þeim erlendu blöðum, sem fjallað hafa um málið. Finnst reyndar tónninn hafa breyst núna og sumir, jafnvel breskir fjölmiðlar, sýna þjóðinni skilning og jafnvel samúð. Hvað sem skeður, á ríkisstjórnin auðvitað að sitja áfram. Það eina sem ríkisstjórnin hefur gert, var að taka við hruni nýfrjálshyggjunnar...
Friðjón Steinarsson

Lesa meira

UM STAURBLINDAN VANANN

...Margar viðteknar stofnanir ríkisins og valdakerfisins hafa sofið á verðinum. Það er hverjum hugsandi manni augljóst. Þær verða að vakna og spyrja sig gagnrýninna spurninga um hvað þeim var ætlað að sinna, hver hlutverk og markmið þeirra áttu og eiga að vera. Þessar stofnanir eru td. Alþingi, stjórnmálaflokkar, dómstólar, stofnanir atvinnulífsins (þmt. SA og ASÍ), fjármálastofnanir og síðast en ekki síst fjölmiðlar. Þangað til þessar stofnanir, hinar hugmyndafræðilegu valdastofnanir, vakna af sofandahætti sínum, getum við ekki annað en sett spurningamerki við tilverurétt þeirra. Við erum hvorki meira né minna en að spyrja um sjálfa hornsteina lýðræðisins. Við þurfum að losna undan ...
Pétur Örn Björnsson

Lesa meira

VILL TRÚVERÐUGT SVAR

Mér þætti vænt um ef þú gætir skýrt þessa dæmalausu fléttu með/móti Icesave og þjóðaratkvæði. ps. ég hef ekki skrifað þér áður og geri ráð fyrir trúverðugu svari (t.d. að láta ríkisstjórn halda en samt halda haus) sem ég tel vera fullgilt og heiðarlegt svar...
GÖG

Lesa meira

FLÝTUR MEÐ STRAUMNUM

...Ég verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum með þig í gær ég hélt að þú værir ekki maður sem létir þig fljóta með straumnum en ég sá það á atkvæði þínu að það gerðir þú í þetta skiptið að minnsta kosti samt ætla ég að vona að þú eigir góð áramót og að á næsta ári muntu sjá að þú gerðir ekki rétt.
Viðar Magnússon

Lesa meira

UMFJÖLLUN UM SIGURÐ NORDAL

Að mörgu leyti athyglisverð umfjöllun um Sigurð Nordal. Vandamálið er að vel menntaður og upplýstur maður þessa tíma gat vart lagt fram annað en það sem teljast verða tilviljunarkenndar fullyrðingar um nútímasamfélag. Þ.e.a.s. rökrétt fullyrðing samtímans er tilviljunarkenndur rökstuðingur okkar samtíma.
GÖG

Lesa meira

HVER ER AFSTAÐAN?

Veist þú afhverju Guðfríður Lilja sem ég kaus í seinustu kosningum, sem var svo á móti Icesave, ætlar að kjósa með því á næstu dögum eftir að hafa sagt annað? Hún sem hefur verið mikill andstæðingur þess að við göngum inní kúgunarsamfélag ESB og AGS (eins og Ásmundur formaður Heimsýnar)...
Ásdís Helga Jóhannesdóttir

Lesa meira

VILL VG EKKI ÞJÓÐARATKVÆÐA-GREIÐSLU?

... Þá er það rangt hjá Birni Val að forsetinn hafi kallað á Indefence. Sá hópur óskaði eftir fundi með forsetanum. Ef þeir Viljhálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson vilja viðra sínar persónulegu skoðanir á Icesave við forsetann hljóta þeir að óska eftir viðtali við hann. Hvers vegna ætti hann að hlusta meira á þá tvo en sextíuþúsund Íslendinga? En hvernig er það Ögmundur, er Björn Valur Gíslason að tala fyrir hönd VG? Eruð þið ekki fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu?
J.A. félagi í ASÍ

Lesa meira

Frá lesendum

TIL ÓLAFSVÍKUR HÖLDUM

Til Ólafsvíkur leggjum leið
líka fólk í hrönnum
Á Skerið liggur gata greið
og kvótamál þar könnum.

Landsbyggðin vill lífsins njóta
í líkingu við Reykjavík
Við köllum til baka gjafa kvóta
og kynnumst því að verða rík.
Höf. Pétur Hraunfjörð.

 

 

Lesa meira

NÚ ER ÞAÐ OSCE, ERU ENGIN TAKMÖRK FYRIR TVÍSKINNUNGI?

Mér sýnist fjölmiðlar, sumir hverjir alla vega, ætlist til að við gleðjumst yfir að alþjóðastofnunin hennar Ingibjargar Sólrúnar, OSCE, ætli “að aðstoða” í Klaustursmálinu; engu skuli til sparað svo við fáum endurheimt sjáfsvirðingu okkar. Að vísu svolítið skrítið að fá þessa “sérfræðinga” núna til að rífa ofan af sári sem kannski var að gróa. Steingrímur forseti þingsins mætti - ekkert mjög óhamingjusamur - í fréttir Sjónvarps til að andvarpa yfir syndugum mönnum. En fyrirgefið, sá yðar sem syndlaus er … og var fjármálaráðherrann, yfirmaður skattamála í landinu, ekki í Panamaskjölunum; er sjávarútvegsráðherrann ekki “okkar maður” Samherja … og er VG ekki að ...
Ársæll

Lesa meira

GUNNAR SMÁRI KEMUR Á ÓVART

Ég sótti fund þinn í Þjóðmenningarhúsinu um kvótann fyrir skömmu. Fyrir fundinn fannst mér það orka tvímælis að fá Gunnar Smára Egilsson, sósíalistaforingja, til að flytja höfuðerindið á fundinum. Ég verð hins vegar að segja að mér þótti hann gera þetta mjög vel, ný og góð og róttæk nálgun. Ekkert galdrabrennutal en krafa um uppstokkun á kerfinu í anda yfirskrifatar fundarins: Kvótann heim! Þessu er ég sammála.
Jóel A.

Lesa meira

GÓÐ UPPRIFJUN, GÓÐ SPURNING!

Afhverju var þessu máli ekki áfrýjað til Hæstaréttar á sínum tíma sem fjallað var um í þessari grein ,,Kvótakerfið hangir á bláþræði'' fyrir bráðum 14 árum ? Úgerðarmenn þorðu ekki með málið lengra því Hæstarréttur hefði líklega staðfest dóminn sem hefði líklega framkallað bankahrun 2 árum áður en bankahrunið varð flestum ljóst í okt. 2008 https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1067864/
B
aldvin Nielsen

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ – FRAMHALDSUMRÆÐA - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 - ORKUPAKKI 4

Hér á eftir verður haldið áfram þar sem frá var horfið síðast, fyrir áramót, að rekja í stuttu máli innihald raforkutilskipunar ESB nr. 2018/944. Síðast var fjallað um 9. gr. tilskipunarinnar og endað þar. Er þá komið að 10. gr., III kafla. Sá kafli fjallar um „valdeflingu neytenda“ [consumer empowerment] og „neytendavernd“. Í 1. mgr. 10. gr. segir efnislega að aðildarríki [ESB] skuli tryggja að lokakaupendur (viðskiptavinir) hafi rétt til þess að fá rafmagn frá veitu, samkvæmt samningi hennar, óháð því í hvaða aðildarríki veitan er skráð, að því gefnu að ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: PÓLITÍSK MORÐ OG RÍKISHRYÐJUVERK  - AFLEIKUR TRUMPS

Abdul-Mahdi forsætisráðherra Íraks segir Soleimani yfirhershöfðingja hafa verið í opinberum erindagjörðum þar í landi þegar hann var myrtur, að Bandaríkin hafi óskað eftir milligöngu Mahdis í deilu BNA og Írans og Soleimani stefnt á hans fund af þeim ástæðum. Hann kom í venjulegu áætlunarflugi til Bagdad ... Dráp á opinberum sendimanni er gróft brot á alþjóðalögum. Soleimani var næstvaldamesti maður í Írans og þjóðhetja. Það er erfitt að hugsa sér nokkra grófari ögrunaraðgerð gagnvart Íran né heldur grófari íhlutun í málefni Íraks. Þetta er utanríkisstefna sokkin niður í glæpamennsku ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: BREXIT OG BREYTTAR ÁTAKALÍNUR Í STÉTTABARÁTTUNNI

Bresku kosningarnar 12. desember snérust um Brexit og niðurstaðan speglaði stéttalínur. Alveg eins og Brexitatkvæðagreiðslan 2016 gerði það, þótt margur tregðaðist við að sjá það þá. Nú blasir þetta við, breskur verkalýður öskrar það svo skýrt að ekki verður misskilið. Verkalýðurinn segist tilbúinn að búa við stéttaróvin sinn Boris Johnson næstu fjögur árin til þess eins að reyna að tryggja að staðið verði við það Brexit sem hann valdi 2016. Atkvæðagreiðslan 2016 opinberaði mikla gjá á milli valdakerfisins og kjósenda. Ekki bara hafði almenningur á móti sér ...

Lesa meira

Berta Finnbogadóttir skrifar: ÞRIÐJI LEKI OPCW - 20 RANNSAKENDUR ÓSÁTTIR VIÐ ÚTGEFNA SKÝRSU

Þriðji leki Wikileaks um Efnavopnastofnun Evrópu (OPCW) vegna meintrar efnavopnaárásar í Douma, Sýrlandi, þann 07. apríl 2018 var birtur þann 14. desember. Íslenskir fjölmiðlar hafa ekkert fjallað um málið síðan Stundin birti leka 1 þann 24. nóvember. Hann grefur enn frekar undan trúverðugleika útgefinnar lokaskýrslu sem framkvæmdastjóri stofnunarinnar Fernando Arias hefur lýst stuðningi við þrátt leka 1 og 2. Í nýjum leka kemur fram að 20 meðlimir rannróknarteymis á vegum FFM (Fact finding mission UN) í Douma hafi lýst yfir áhyggjum vegna breytinga sem gerðar voru á niðurstöðum þeirra í lokaskýrslu OPCW. Nýtt teymi sem var ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÞAÐ GETUR ALDREI ÞÓTT GÓÐ LÖGFRÆÐI AÐ SELJA ÞAÐ SEM MENN EIGA EKKI

... Það er að sjálfsögðu allt rétt athugað sem Styrmir Gunnarsson segir um tilurð framsals í sjávarútvegi. Hann bendir á þá staðreynd að framsalið komst á í stjórnartíð félagshyggjuflokka, með lögum nr. 38/1990. Ýmsir vöruðu við þessu á þeim tíma. Meðal þeirra var fólk í minnihluta sjávarútvegsnefndar Alþingis. Um þetta sagði m.a. ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 - ORKUPAKKI 4

þessari grein verður rýnt í raforkutilskipun ESB nr. 2019/944[i] og er hluti af fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Tilskipun þessi inniheldur alls 74 lagagreinar, auk fjögurra viðauka. Það afhjúpaðist í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans á Íslandi að samsæri þagnarinnar ríkti á milli flestra fjölmiðla og Alþingis í málinu. Það er með öðrum orðum unnið skipulega að því að halda frá almenningi (kjósendum) upplýsingum og fyrirætlunum sem miklu varða m.a. um orkumál Íslendinga. Síðan er því borið við að ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar