EKKI NEMA EITT HRUN
Nú ætlar VG að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Það þurfti
ekki nema eitt hrun til að fá VG til að skilja yfirburði
kapítalismans.
Hreinn K
Nú ætlar VG að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Það þurfti
ekki nema eitt hrun til að fá VG til að skilja yfirburði
kapítalismans.
Hreinn K
...Hluti styrksins er ætlaður í tækjakaup við nýja námsbraut
fyrir ráðstefnutúlka við Háskóla Íslands. Hagstofan fær um 132
milljónir króna til að bæta gerð þjóðhagsreikninga." Jæja Ögmundur
minn, þykist þú enn enga ábyrgð bera á þessari aðlögun, sem fleiri
og fleiri hugmyndafræðilegar stofnanir ríkis-valdsins eru hægt og
bítandi að njörva líf okkar aumra niður, án þess að þjóðin hafi
nokkru sinni beðið um það? Þjóðin hefur aldrei beðið um eða kosið
um inngöngu og aðlögun að ESB! Þú Ögmundur, sem hluti
valda-kerfisins, hefur vald til að stoppa þetta rugl af. Þú ert
mas. í odda-stöðu, veistu það ekki? Það eina sem þú þarft að gera
er að ...
Gapandiundrandi
Ég er svo fegin að vg-manneskja sér og viðurkennir að þessi þjóð
verður að koma ESB-kosningamálinu frá sér! Þótt fyrr hefði verið.
það er löngu kominn tími til pólitískt séð, að Íslendingar segi
sinn hug (einu sinni eða tvisvar eins og Norðmenn). Ég er ein af
þeim sem vil samninginn og mun ekki segja "já" við hverju sem er,
en geri mér fyllilega grein fyrir umhverfi Íslands síðastliðin 40
ár (kannski ólíkt fyrrverandi stjórnvöldum?). Við landsmenn hefðum
átt að ...
Anna B. Mikalesdóttir
Bæjarstjórnarmeirihluti VG og SF í Hafnarfirði samdi nýverið við
erlendan banka um endurfjármögnun á eldri lánum sem bærinn hafði
ekki staðið í skilum við í nokkurn tíma. Bærinn og erlendi bankinn
(eða skilanefnd hans) hafa nú náð samkomulagi um lánin gegn því að
Hafnarfjarðarbær veðsetji 15% hlut sinn í hinu opinbera fyrirtæki
HS-Veitur. Fyrirtækið sem er í almannaeigu og hefur þann tilgang að
...
Hermundur
Já dagpeninga og ferðakostnaðarmál eru umtöluð í fjölmiðlum og
kanski ekki furða þegar hann er yfir 1.1 milljarður. Þarna greinir
menn á hvers vegna eru þessir dagpeningar greiddir ráðherrum þótt
ríkið greiði í raun allan ferðakostnaðinn. Það hefði mátt spyrja
hver greiðir launakostnað ráðherra sem vinna um kvöld og helgar
ásamt ferðum erlendis án þess að gera sérstakan reikning fyrir
yfirvinnu hvað þá að bæta við sig heilu ráðuneyti. Þetta hefði
verið kölluð þrælavinna eða af ættjarðarást en ekki vildi ég
skipta. Fargjöld eru dýr og þess vegna ...
Þór Gunnlaugsson
...Tillaga um aðildarumsókn að Evrópusambandinu er lögð fram til
þess að íslenska þjóðin fái tækifæri til að hafna eða samþykkja
samning um aðild að sambandinu þegar hann liggur fyrir. Er þetta
ekki það sem þú Ögmundur kallar í dag endemis rugl. En hvernig
greiddi Ögmundur Jónasson atkvæði þessu endemis rugli þann
16.07.2009??
Jón Heiðar
...Athyglisvert að þinn flokkur sem er í oddastöðu í Hafnarfirði
skuli nú hafa veðsett land bæjarins til þrotabú erlends banka. Þú
hafnar Nubo sem ætlaði í uppbyggingu en þinn flokkur samþykkir
afsal lands til vaxtamunaviðskipta! Svipað og í Icesave málinu
framan af, er leyndarhyggjan um vaxtakjör og önnur atriði sláandi
fyrir sjtórnmálaflokk sem boðar gagnsæi og allt upp á borðinu. Á
einhver að trúa því að lánasamningur sveitarfélags við þrotabú
gjaldþrota banka sé trúnaðarmál?
Arnar Sigurðsson
Er það ekki rétt munað hjá mér að VG hafi viljað
þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild að ESB en
Samfylking ekki viljað það? Virtist eitthvað bangin við
lýðræðið. Á endanum hafi VG gengist inn á að fara fram með
umsóknina. Í Kastljósi var að skilja á Össuri Skarphéðinssyni að VG
hefði verið sérlega áhugasamt um umsókn og að meirihluti
kjósenda flokksins vilji ólmir inn í ESB. Er hægt að segja hvað sem
er án þess að ...
Jóhannes Gr. Jónsson
...Það sem mér liggur á hjarta nú er Schengen samningurinn. Ég
horfði á Cameron gera Breska þinginu grein fyrir synjun sinni á
nýjum sáttmála ESB og hvað liggi þar á bak við og ekki sparaði hann
stóru orðin um ágæti samninganna við ESB. Hann staðfesti að Bretar
væru og yrðu 100% aðilar að ESB en tækju aldrei upp Evruna og ekki
yrði Schengen tekið upp þar í landi þar sem stjórnvöld vildu halda
þjófagengjum og ræningjum frá landinu en ekki bjóða þeim í
veiðitúra þar. Þetta eru stór orð og ...
Þór Gunnlaugsson
Ég hef stundað skólagöngu núna í haust til Neskaupstaðar og lent
í því að þurfa að sneiða frá grjóti sem hrunið hefur úr lofti
ganganna, og þá hafa ekki verið framkvæmdir af neinu tagi, hvað sem
þessum umræddu myndum líður þá er hætta inní göngunum og það á ekki
að gera lítið úr henni. Ég hefði kosið að flytja til Norðfjarðar
til að auðvelda skólagönguna sem ég þarf að taka með vinnu en ég fæ
ekki maka minn til að flytja þangað bara út af Oddskarðinu og
göngunum. Mér finnst líka að það megi koma fram að...
Skarpi
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
... Þegar svo er komið að ríki eru þvinguð til þess að afsala sér fullum og óskoruðum rétti yfir orkumálum sínum hljóta menn að sjá að það er eitthvað verulega mikið að. Þessu má líkja við „efnahagsþvinganir“ sem ríkin fá yfir sig með innleiðingu ESB-gerða. Almenningi er sent langt nef, hann er ekki spurður álits, enda í takti við ólýðræðislegt fyrirkomulag innan ESB. Fólk sem enginn kaus er þar talið bærara og hæfara til þess að ráða framtíð þjóðfélaga en þegnar þeirra ...
Lesa meiraKátína ríkir mikil án vafa hjá stríðs- marskálkum Vestanvalds og hjá rússneskum kollegum þeirra. Loksins tókst nú að kæfa friðarmjálm með æsilegum stríðsöskrum. Ekki er gleði vopnasmiða minni ... Í verki hefur forysta VG nú horfið frá þeim hluta af grunni VG með hrossakaupum við hægriöfl um valdasetu. Sú er staðan að Pentagonvaldi er boðið geðþóttavald um hernaðar-afnot af Íslandi. Víst er að í bígerð er nýtt átak til hervæðingar ...
Lesa meira... Með hverjum pakka herðist kverkatak ESB á einstökum aðildarríkjum á sviði orkumálanna. Kvaðirnar og skyldurnar verða sífellt meira íþyngjandi og oft í engu samræmi við tilefnið. Hvað Ísland snertir má spyrja: hvert er raunverulegt gildissvið EES-samningsins?
Þegar samningar eru gerðir (almennt talað) eru þar að jafnaði sérstök ákvæði um gildissvið, þ.e.a.s. um hvað samningurinn snýst og hversu langt hann nær. EES-samningurinn er stundum kallaður „lifandi samningur“ en í því felst að hann tekur breytingum, nýjar ...
Áætlun í Hvítabretlandi um að reisa fangabúðir fyrir “ dökk innskot ”, skv. litgreiningu, flóttafólk undan stríðshelvíti, hungri og pólitískum ofsóknum, er framkomin. Rúanda er keypt til vistunar á dökku flóttafólki, því fullgott til dvalar og þar skulu fangabúðir Hvítabretlands reistar og starfræktar. Þar með skal brugðist við “svörtu hættunni” sem steðjar að Hvítabretlandi nútímans, henni er ætlað að “ gufa upp”, týnast í myrkviðum Afríku, fjarri siðmennt. Til Hvítaíslands slæðist stundum mislitt fólk á flótta ...
Lesa meiraÞegar ég staðhæfði, skömmu eftir að innrás Rússa hófst, að Úkraínustríðið væri staðgengilsstríð var allt slíkt tal stimplað sem «Pútínáróður» enda væri stríðið einfaldlega þjóðfrelsisstríð Úkraínu. Slíkir stimplar eru vissulega enn á lofti og mynd þjóðfrelsisstríðsins er haldið fast að okkur í fjölmilum. Inn á milli heyrist samt oftar og oftar frá háum stöðum, ekki síst í Washington, að Úkraínustríðið sé einmitt – staðgengilsstríð. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir sambandi “staðgengils» og þeirra sem hann «staðgengur” fyrir ...
Lesa meiraEftirfarandi grein er stíluð til félaga í Vinstrihreyfingunni grænu framboði og birtist fyrst 9. maí á vettvangi þeirra. Þar sem ég tel hana eiga erindi út fyrir raðir Vinstri grænna hef ég farið fram á að hún birtist hér á þessum opna vettvangi.
Í meðfylgjandi grein í Kjarnanum frá 6. maí stendur þetta:
„Íslensk stjórnvöld styðja þær ákvarðanir sem þjóðþing Finnlands og Svíþjóðar munu taka varðandi aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Engin breyting hefur orðið á samþykktri stefnu Vinstri grænna (VG).Þetta kemur fram í svari ...