AÐ HRUNI KOMINN Janúar 2011
Hafís, hungur og hallæri þjökuðu öldum saman íslensku þjóðina
með tilheyrandi mannfelli. Hins vegar stóð eitt mesta
niðurlægingartímabil þjóðarinnar frá 1991 til 2008. Áróður,
undirbúningur og mótun hugarfars almennings hafði við upphaf
tímabilsins staðið yfir í um áratug, eða frá 1979, þegar boðuð var
leiftursóknin svokallaða. Undirbúningurinn hafði aðeins eitt
markmið; að ryðja götu takmarkalausrar markaðshyggju og
einkaeignarréttar á Íslandi. Með því að virkja og höfða til lægstu
hvata mannsins, s.s. gróðafíknarinnar, tókst smám saman að vinna
frjálshyggjunni fylgi, með hugarfarsbreytingu, sem nægði til
yfirtöku hennar á íslensku samfélagi við upphaf tíunda
áratugarins. Þessi lágkúrulega ...
Kári
Lesa meira
Kæri Ögmundur Hvers vegna í ósköpunum segirðu ekki af þér sem
innanríkisráðherra? Þú berð pólitíska ábyrgð á því sem gerðist í
ráðuneytinu þínu, jafnvel þótt þú hafir sjálfur ekki haft hugmynd
um að það yrðu notaðir pappakassar í stað trékassa! Þú myndir líka
skapa mjög gott fordæmi með því að segja af þér. Hugsaðu þér
einhvern tíma í framtíðinni, þegar þú ...
Guðvarður
Lesa meira
Eðlilegast er að Alþingi staðfesti kjör fulltrúa á
Stjórnlagaþing.Álit Hæstaréttar mun standa eftir sem áður og hægt
að taka tillit til þess ef sambærilegar kosningar verða haldnar
síðar. Enginn efi er á að niðurstaða kosningarinnar er í samræmi
við vilja þjóðarinnar. Aðalatriðið er að ...
Eyjólfur
Lesa meira
Skil ekki hvaða áhyggjur þú hefur af stjórnlagaþingingu, sem
hafði þann tilgang helstan að aðlaga stjórnarskrána ESB umsókn. Í
nýjasta "prógress report" frá því í haust, segir: Legislation to
elect an advisory constitutional assembly was adopted in June. The
task of the assembly is to prepare a proposal to parliament for a
new constitution. Among the issues to be addressed is delegation of
powers by the State to international organisations. Má þetta ekki
bara bíða og frekar ættum við að
Hreinn K
Lesa meira
...Þessi vanbúnaður sem Sigurður vísar til liggur þá kannski að
einhverju leyti hjá þingmönnum. Þá meina ég þingmönnum af þeirri
sort sem telja starf sitt felast í því að samþykkja frumvörp ef þau
virðast líkleg til vinsælda og kenna öðrum um síðar ef þau reynast
ekki vel. Gæti verið að þetta dæmi sýni vanda stjórnkerfisins? Gæti
verið að engin stjórnarskrá skili okkur sterku og sjálfstæðu
Alþingi meðan þetta er viðhorf manna?
Árni V.
Lesa meira
...Oft hefur verið talað um að Evrópski fjárfestingarbankinn
vilji ekki lána Landsvirkjun fyrr en Íslendingar gangi að kröfum
Breta og Hollendinga um Icesave. Aldrei er þó minnst á að
fjármálaráðherrar Breta og Hollendinga sitja í stjórn bankans...Við
þetta bætist að nú liggja á borðinu Icesave samningadrög, þar sem
Bretar og Hollendingar hafa þurft að viðurkenna að kröfur þeirra
voru langt umfram það sem Brussel viðmiðin gerðu ráð fyrir. Það er
mat samninganefndarinnar að sparnaðurinn frá fyrri samningi sé 110
milljarðar....Enn hefur ekki verið sýnt fram á greiðsluskyldu
Íslands. Nú eru rökin fyrir því að samþykkja Icesave III þau að
Icesave I og II voru miklu verri. Það sé of tímafrekt að leita
réttar sins. Sæma slík rök sjálfstæðri þjóð?...
Áhugamaður um gagnrýna hugsun
Lesa meira
Takk Ólína. Sunna Sara skoraði á þig að skrifa hér á síðuna
einsog þú hefur svo oft gert. Í hjarta mínu tók ég undir þessa
áskorun. Síðan hafa komið tveir pistlar frá þér. Annars vegar um
verktakabransann hjá ykkur í vinstri stjórninni Ögmundur og
hins vegar einkavæðingu heilbrigðiskerfisins og aulaviðbrögðin
við því úr Stjórnarráði og Alþingi (Guð minn góður Guðbjartur,
Þuríður...! ). En með hliðsjón af gagnrýni þinni á fjölmiðla
Ögmundur langar mig til að spyrja hvernig á því standi að einhver
Ólina....
Jóel A.
Lesa meira
Nú reisa þeir einkasjúkrahús, kjánarnir. Og
heilbrigðisráðherrann fagnar, og formaður heilbrigðisnefndar
Alþingis brosir vandræðalega og óttast að laun
heilbrigðisstarfsmanna kynnu að hækka. En hvernig eru
einkaspítalarnir íslensku hugsaðir? Menn hyggjast reisa
einkaspítala. Einn í fitusog, annar í mjaðir og hné, sá þriðji í
tennur. Talsmaður sameinaðra sérhagsmuna væntanlegra eigenda
spítalanna er alþingismaðurinn Magnús Orri Schram og
fyrrverandi alþingismaður og nafni Magnúsar hyggst græða á því að
stofna sjúklingamiðlun. Og þetta er alls ekki gert til
að sinna Íslendingum heldur ríkum útlendingum sem vilja láta
Mörlandann lækna sig.
Maður spyr sig: Ef þeir eru svona ...
Ólína
Lesa meira
Látum eitt yfir alla ganga. Enginn greiðir veggjald sem fer um
fjallgöng á Íslandi. Einu veggjöldin eru við Hvalfjarðargöng rétt
utan Reykjavíkur. Nú stendur jafnvel til að taka íbúa á
höfuðborgarsvæðinu og í nágrannsveitarfélögunum í gíslingu. Enginn
skal komast út fyrir borgarmörkin né inn fyrir þau nema ...
Skarphéðinn P. Óskarsson
Lesa meira
...Þessar upplýsingar sem DV hefur birt sl. tvö ár hljóta að
gefa mönnum tilefni til að skoða bæði eignarhald, verkefni og
greiðslur úr sameiginlegum sjóðum landsmanna til fyrirtækjanna í
Lækjagötu 4, ekki bara frá 1. janúar 2009 heldur frá 1. janúar
2007. Á þessum tíma hafa setið tvær ríkisstjórnir, hægri stjórn
Sjálfstæðis- og Samfylkingar og miðjustjórn VG- og Samfylkingar. Ef
við höfum í huga setningu úr bréfi Ríkisendurskoðunar frá í júní
2009 "...Þá er ljóst að bjóða hefði átt út ráðgjafarverkefnið sem
InDevelop var falið. Telur Ríkisendurskoðun að ráðuneytið þurfi að
endurskoða verklag sitt við kaup á sérfræðiþjónustu." þá hljóta
menn að spyrja: Af hverju eiga fyrirtækin inDevelop og
Stjórnarhættir þetta innhlaup hjá tveimur ráðuneytum eða þremur?
Eða með öðrum orðum, hver er samningamaðurinn af hálfu
almannavaldsins á þessu ...
Ólína
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Allt Frá lesendum