AÐ HRUNI KOMINN Febrúar 2011
Ég hlustaði á Silfur Egils í dag þar sem meðal annars var talað
um málskotsrétt forsetans og stjórnlagaþing eða stjórnlagaráð
einsog samkoman mun heita ef samþykki fæst á Alþingi að hnekkja
úrskurði Hæstaréttar. Nýkjörinn fulltrúi á hið ógilta
stjórnlagaþing sagði í þættinum að öllum væri "sléttsama" hvernig
þau væru kosin ef þau skiluðu góðu verki og bætti við að
Hæstiréttur og Alþingi væru vanhæf vegna hagsmuna sinna af óbreyttu
ástandi.
Sjálfur velti ég því fyrir mér hvort vanhæfu einstaklingarnir
í þessari umræðu væru ekki ... Allir viðmælendur ræddu
málskotsréttinn sem sérstakt vandamál tengt forsetanum. En er ekki
vandamálið þá lýðræðið og þjóðin? Það sem forsetinn er að gera á
nefnilega ekkert skylt við gamalt konungsvald heldur ...
Grímur
Lesa meira
Vefmiðillinn eyjan.is hefur stundum verið skemmtilegur miðill,
sérstaklega kommentakerfið sem var frjálst og óbeislað. Nú á að
setja kennitölumúl upp í þátttakendur enda nauðsynlegt að fækka
þátttakendum í kerfi þar sem kratarnir fóru í vaxandi
mæli halloka. Ekki nóg með múlinn því búið er að ráða
Karl Th. Birgisson fyrrum framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar sem
ritstjóra. Og viti menn. Nánast á fyrsta degi var byrjað
að snyrta fréttirnar í þágu ESB! Ég skal nefna dæmi. Pressan og
Eyjan sögðu frá sömu skoðanakönnuninni í dag. Í henni kom fram að á
Íslandi eru fleiri ...
Sunna Sara
Lesa meira
Athyglisverð færsla sem vakin er athygli á í bréfi Björns. Það
er semsagt ekki samningsbundin skylda fyrir land að fara á hausinn.
Vissulega umhugsunarvert fyrir hagsmunagæslumenn
Íslands...
Hreinn K
Lesa meira
Ég leyfi mér að vekja athygli síðunnar á eftirfarandi bloggi
um EES samninginn og efnahagsþrengingarnar og þá
sérstaklega Icesave. Ég vil taka allt til málefnalegrar skoðunar
eining það sem sagt er í meðfylgjandi örpistli...
Björn
Lesa meira
Ég hlustaði á þingmann Samfylkingarinnar á Bylgjunni í morgun
ráðast á forsetann og segja að hann hafi verið einn helsti
stuðningsmaður útrásarvíkinganna. Forsetinn hafi séð partíinu fyrir
húsnæði. Síðan kemur Pétur hér á síðunni hjá þér og kennir
forsetanum um allt sem aflaga fór í íslensku samfélagi og vill hann
norður og niður. Þau skrif eru óvenjulega ósvífin og heiftug. En er
þetta alveg svona einfalt? Kom ekki nánast allt þjóðfélagið að
útrásarruglinu, stjórnmálamenn, stjórnkerfið, utanríkisþjónustan
meðtalin sem mærði óskapnaðinn? Eru menn nokkuð búnir að gleyma?
Þegar þú varst að gagnrýna forsetaembættið Ögmundur og
útrásarvíkingana og útþenslu bankanna þá var það nánast eins
og...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Hefur einhver leitt hugann að því að ef Iceland
(verslunarkeðjan) fer á hausinn, þá fer Ísland (ríkið) líka á
hausinn?
Hreinn K
Lesa meira
Ef saksóknari vill stefna einhverjum fyrir árás á Alþingi þá
hefur hann tækifæri núna. Ekki veit ég hvað þjóðin hefur gert af
sér til að verðskulda slíka fígúru fyrir forseta. Eitt er víst að
forsetinn er ekki lengur sameiningartákn þjóðarinnar hann er ekki
forsetinn minn. Það er alveg víst að nauðsynlegt er að breyta
stjórnarskránni. Það ber að leggja forsetaembættið niður og í stað
þess gæti komið "Talsmaður Alþingis" sem þingið kysi. Talsmaður
þingsins staðfesti lög og sjái um ýmsar móttökur. Þetta yrði svipað
fyrirkomulag og í mesta lýðræðisríki heims, Svíþjóð. Það er
sorglegt að horfa upp á þau öfl í þjóðfélaginu sem leggja steina í
götu ríkisstjórnarinnar við endurreisn landsins og það er í raun
svívirða að það þurfi að eyða öllu þessu púðri í svona ...
Pétur
Lesa meira
...Nú sækja alvarlega á mig vomur hvort þér sé treystandi til
baráttu fyrir opnu og virku lýðræði, eða hvort þú sért bara lítill
hluti af þeirri stjórnmálaelítu sem samfylkir nú með
fjármálavaldinu gegn alþýðu heimsins, líkt og Hreinn K bendir
réttilega á. Ögmundur minn, mér sýnist þú nú hafa tungur tvær og
það veldur mér depurð, því ég treysti þér áður til góðra verka og
trúði því að tunga þín væri hrein. Þú getur talað um reglustrikað
kerfi íslenskrar stjórnsýslu og falið þig endalaust þar á bakvið.
En málið snýst samt alltaf um það í lífi sérhvers manns að taka
ákvörðun um hvort hann vill vera þúfa eða hluti af stóru hlassi. Í
mínum augum hafa ...
Jón Jón Jónsson
Lesa meira
Fréttir berast af því að á Írlandi sé spennan yfir ákvörðun
forseta Íslands ekki síður mikil en á Íslandi. Gífurlega hörð
pólitísk styrjöld er háð á Írlandi milli almennings annars vegar og
bresku bankanna hins vegar. Stjórnmálaelítan hefur tekið stöðu með
bönkum. Hingað til. Ákvörðun forseta Íslands um að vísa
ákvörðun um það hvort ánauð fjármálageirans eigi að vera
sjálfsagður hlutur eða ekki, mun valda ...
Hreinn K
Lesa meira
...Hinu málinu, Icesave, var vísað til þjóðarinnar í ársbyrjun
2010 og var fellt. Það má taka undir að afleiðingar þess voru að
ekkert gerðist. En það var einmitt það sem ekki mátti gerast.
Ísland hélt áfram að vera í helkulda á erlendum mörkuðum með þeim
afleiðingum að ekki hefur hægt að byggja atvinnulífið upp. Það
gerðist ekkert á vinnumarkaðnum annað en að atvinnuleysið jókst. Ég
fullyrði að þjóðin hafi tapað mun meira á að fella samninginn í
ársbyrjun 2010 heldur en þann "ávinning" sem varð af nýjum
samningi.
Pétur
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum