Fara í efni

EFLUM ALMENNINGS-SAMGÖNGUR

Ég vildi gjarnan forvitnast um hvort innanríkisráðuneytið hafi uppi einhver bein áform um að efla almenningssamgöngur. Í samgönguáætlun er þetta nefnt sem markmið, en öll umræða um samgöngumál virðist eigi að síður snúast um nýjar hraðbrautir handa einkabílum. Er ekki hægt að beita sér fyrir að ríki og sveitarfélög taki höndum saman um að auka þjónustu Strætó bs. og fleiri slíkra félaga? Núna eru vinstrimenn í stjórn og óvíst að pólitískur vilji til þess verði meiri. Það þarf ekki að efast um þjóðhagslega hagkvæmni þess að draga úr umferð einkabíla með tilheyrandi mengun, álagi á samgöngukerfið svo ekki sé minnst á allt rýmið sem fer í bílastæði.
Sverrir

Þakka þér fyrir bréfið Sverrir. Ég vil taka undir þetta sjónarmið enda er það nú til markvissrar umræðu í ráðuneyti samgöngumála, Innanríkisráðuneytinu. Þetta er framtíðin, með hækkandi eldsneytisverði og auknum mannfjölda verðum við að hugsa á þennan hátt inn í framtíðina. Ég er þér hjartanlega sammála.
Kv.
Ögmundur