TAKK FYRIR AÐ GEFAST EKKI UPP!

Sæll Ögmundur.
Var að lesa óbótaskammir í þinn garð frá lesanda síðunnar, Friðjóni Steinarssyni sem er með vægast sagt undarlegar hugmyndir um vinstrimennsku. Þér er fundið til foráttu að standa fyrir átaki gegn skipulagðri glæpastarfsemi, átaki gegn ofbeldismönnum sem stunda mansal og líkamsmeiðingar. Hvers konar rugl er þetta! Ég leyfi mér að þakka þér og öðrum alvöru vinstrimönnum í VG að hlaupa ekki frá borði og halda róttækum félagslegum sjónarmiðum til haga og berjast fyrir þeim af hörku þótt augljóslega blási oft á móti innan flokks sem utan. Takk fyrir úthaldið.
Jóhannes Gr. Jónsson

Fréttabréf