Fara í efni

VILHJÁLMUR OG HÚSTÖKUFÓLKIÐ

Ég sé að nokkrir vefmiðlar (http://www.smugan.is/frettir/frettir/nr/5578)  hafa tekið upp pistil þinn frá í gær um árás Vilhjálms Egilssonar á Jóhönnu og ykkur hin í ríkisstjórninni. Það er rétt sem þú segir að engu líkara er en framkvæmdastjóra SA finnist hann hafa verið rekinn út úr húsi sínu og hústökulið tekið sér þar bólfestu einsog þú segir. Síðan vill "þetta fólk " ráða einhverju segir hinn brottflæmdi Vilhjálmur. Hvílík ósvifni! En það hafa ekki allir skilið fáránleikann í ólýðræðislegu ofbeldi SA. Í fréttum Sjónvarps þótti fréttamanni eðlilegt að ekki yrði samið um kaup og kjör fyrr en SA væri orðið ánægt með fiskveiðikerfið!!!
Jóel A.