AÐ HRUNI KOMINN Apríl 2011
Í fyrrakvöld horfði ég á mjög svo athyglisvert viðtal í
Sjónvarpinu við forstöðumann greiningardeildar Ríkislögreglustjóra.
Þar fjallaði hann m.a. um hinar svonefndu forvirku
rannsóknarheimildir sem embættið hefur að undanförnu lagt mikla
áherslu á að fá. Í viðtalinu var hins vegar lítið fjallað um hvaða
takmarkanir yrðu á notkun þessar heimilda, einna helst skildist mér
á forstöðumanninum að það yrði hlutverk þeirra dómstóla sem veittu
rannsóknarheimildirnar hverju sinni að meta nauðsyn þeirra og hafa
þannig eftirlit með notkun þeirra. Saga símhlerana hér á landi
sýnir okkur hins vegar að...
Guðmundur J. Guðmundsson
Lesa meira
Vert að lesa, http://www.vald.org/greinar/110402/
Björn Fóðason
Lesa meira
Takk fyrir síðast Ögmundur. Orð þín um Ásmund Einar Daðason voru
yfirveguð og drengileg. Ég hef fyrir mistök dottið út af
áskifandalista þínum.
Sigurður Þórðarson
Lesa meira
Skemmtileg pæling hjá þér um umræðu elítunnar um hugsanleg
"mistök almennings", í þjóðaratkvæðisgreiðslum...Lýðræði er fyrst
og fremst aðferð til að taka ákvarðanir en ekki aðferð til að ná
"réttustu"ákvörðuninni. Elítan heldur ákaft fram hugmyndinni um
hina "réttu ákvörðun" ... Hin "rétta ákvörðun" er því ákvörðun
sem viðheldur óbreyttu ástandi. Þetta má kalla Platónisma, elítisma
eða fasisma. Eða ...
Hreinn K
Lesa meira
Ég vil taka til varna fyrir kjósendur Ásmundar Einars á
Vesturlandi sem ekki eru flokksbundnir í VG. Hvernig getur þá
staðið á því að fámennisklíka í stjórnmálaflokki geti heimtað að
skipta út þingmönnum þegar þeim sýnist? Er það eðlilegt endurgjald
fyrir að ...
Þór
Lesa meira
Davíð Gðmundsson skrifaði frábært bréf sem birtist her á
síðunni, NOKKUR DÆMI... Davíð sýnir fram á hve margir þingmenn vísi
í nám sitt án þess að hafa prófgráðu upp á vasann. Ég fór inn á
Alþigisvefinn til að ganga úr skugga um þetta. Nánast annar hver
maður hefur verið hér og þar í námi, allt vel tíundað, en án
prófgráðu. Ég tek hins vegar undir með þér Ögmundur að þetta getur
þýtt að viðkomandi hafi hlotið ágæta menntun. Það er mergurinn
málsins. Þannig að ég er alls ekki að gera lítið úr þessu fólki eða
menntun þess. Annars var ég furðu lostinn yfir viðbrögðunum við
skrifum þínum...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
...Ég verð að segja að hugmyndir þínar um skólagöngu og
staðfestingu um nám eru harla skrýtnar. Til að staðfesta að þú
hafir meðtekið námsefnið tekur þú próf eða færð umsogn þar til
bærra aðila. Við háskólanám eða nám á háskólastigi skilar þú
ritgerð til að staðfesta að þú kunnir/getir nýtt þér námið að því
loknu. Á æðri stigum náms verður þú að verja ritgerðina eða fá hana
birta í virtum tímaritum (dr. nám).Tiltaka að viðkomandi hafi
stundað nám í einhverju segir ekkert annað en að hann hafi verið
innritaður í tiltekinn skóla og búið. Það segir nákvæmlega ekkert
um hvaða þekkingu viðkomandi hefur aflað sér, það vantar
staðfestingu þar á, nefnilega prófið. Leyfðu mér að benda á nokkur
dæmi úr ferilskrám alþingismanna ...
Davíð Guðmundsson
Lesa meira
...Mikið er myndin falleg á vefsíðunni þinni, af þessum fallegu
glaðlegu unglingum. svo stoltum með íslenska fánan á stöng! Það
þarf meira af þessu til að halda stolti okkar við!!! Og,
minna okkur á að við erum Íslendingar!..
Helgi
Lesa meira
Nýjasta hugtak samruna ríkis og kapítalisma kom fram í svari við
örstuttu kommenti mínu í gær hér á vefnum. Það heitir
"flýtiframkvæmd". Það heitir ekki lengur "einkaframkvæmd" og ekki
"komugjöld", heldur "flýtiframkvæmd". Ekki er að spyrja að
kapítalismanum. Menn verða að skilja að annað hvort taka menn
skatta eða menn "selja inn". Hvort vilja menn kerfi miðalda (og
frjálshyggju) að stöðva menn úti á götu til að ...
Hreinn K.
Lesa meira
Hin óendanlega þörf mannsins fyrir óþægindi, er nú að koma fram
í áformum innanríkisráðuneytisins um "hóflega" vegatolla, sem mun
gera vegfarendum leitt í skapi um ókomin ár. Stundum heitir þetta
PPI (private participation in infrastructure) og stundum PFI
(Private finance initiatives), allt eftir því hvað frjálshyggjan er
dugleg við að tæla skattborgarana til fylgilags við sig. Hið rétta
er að innviði samfélagsins þarf að skilgreina og þá má aldrei selja
í hendur einkaaðilum. Né heldur auðlindir. Orðin "raunsæi" eða
"nauðsyn" duga ekki sem röksemd fyrir vinstri menn til að...
Hreinn K.
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum