Fara í efni

...EÐA ÞINGRÆÐI Á ENDASTÖÐ?

Skemmtileg pæling hjá þér um umræðu elítunnar um hugsanleg "mistök almennings", í þjóðaratkvæðisgreiðslum, sbr. https://www.ogmundur.is/is/fra-lesendum/egill-og-economist-um-lydraedi-og-traust
Lýðræði er fyrst og fremst aðferð til að taka ákvarðanir en ekki aðferð til að ná "réttustu"ákvörðuninni. Elítan heldur ákaft fram hugmyndinni um hina "réttu ákvörðun" en forsenda slíkrar hugmyndar er auðvitað sú skoðun að engin hagsmunaátök séu í þjóðfélaginu.  Stéttaátök séu liðin tíð. Hin "rétta ákvörðun" er því ákvörðun sem viðheldur óbreyttu ástandi. Þetta má kalla Platónisma, elítisma eða fasisma. Eða þingræði á endastöð.
Hreinn K