ENGA VEGATOLLA!

Hin óendanlega þörf mannsins fyrir óþægindi, er nú að koma fram í áformum innanríkisráðuneytisins um "hóflega" vegatolla, sem mun gera vegfarendum leitt í skapi um ókomin ár. Stundum heitir þetta PPI (private participation in infrastructure) og stundum PFI (Private finance initiatives), allt eftir því hvað frjálshyggjan er dugleg við að tæla skattborgarana til fylgilags við sig. Hið rétta er að innviði samfélagsins þarf að skilgreina og þá má aldrei selja í hendur einkaaðilum. Né heldur auðlindir.
Orðin "raunsæi" eða "nauðsyn" duga ekki sem röksemd fyrir vinstri menn til að dylja uppgjöf sína í valdastólum. Ef það er ekki til peningur fyrir framkvæmdum, þá bíður maður einfaldlega. Að nota breikkun vegar við Selfoss í þágu
frjálshyggju er ekkert sérstaklega góð hugmynd. Ekki einu sinni fyrir frjálshyggjumenn.
Hreinn K.

Sæll Hreinn K. Hér er engin frjálshyggja á ferðinni og alls ekki einkaframkvæmd. Öllu því var breytt eftir aðkomu mína að ráðuneytinu. Um er að ræða framkvæmd algerlega á vegum hins opinbera. Enginn einkagróði. Hitt er rétt hjá þér að ef ráðast á í flýtiframkvæmdir þá þarf að greiða fyrir þær framhjá skattpyngjunni með vegatollum. Ef notendur veganna vilja það ekki þá ráðumst við ekki í þessar flýtiframkvæmdir. Lengra nær það ekki. Einfalt mál.
Kv. Ögmundur

Fréttabréf