NOKKUR DÆMI ...
Félagi Ögmundur.
Las eftirfarandi í pistlinum þínum í dag: "Menntun er nefnilega
ekki sama og prófgráða. Í mínum huga er meira um vert að innihaldið
sé í lagi en umbúðirnar. Það er dapurlegt hve margir með ágætar
prófgráður upp á vasann koma aldrei neinu á framfæri við sína
samtíð - ná aldrei að nýta það sem þeir hafa lært - og kannski
lærðu þeir aldrei neitt sérstaklega mikið þrátt fyrir gráðurnar."
Ég verð að segja að hugmyndir þínar um skólagöngu og staðfestingu
um nám eru harla skrýtnar. Til að staðfesta að þú hafir meðtekið
námsefnið tekur þú próf eða færð umsogn þar til bærra aðila. Við
háskólanám eða nám á háskólastigi skilar þú ritgerð til að
staðfesta að þú kunnir/getir nýtt þér námið að því loknu. Á æðri
stigum náms verður þú að verja ritgerðina eða fá hana birta í
virtum tímaritum (dr. nám).Tiltaka að viðkomandi hafi stundað nám í
einhverju segir ekkert annað en að hann hafi verið innritaður í
tiltekinn skóla og búið.
Það segir nákvæmlega ekkert um hvaða þekkingu viðkomandi hefur
aflað sér, það vantar staðfestingu þar á, nefnilega prófið. Leyfðu
mér að benda á nokkur dæmi úr ferilskrám alþingismanna þar sem
annarsvegar eru réttar upplýsingar um menntun og hinsvegar gefið í
skyn menntun sem engin staðfesting er á.
Katrín Júlíusdóttir Stúdent MK 1994. Nám í mannfræði við Háskóla
Íslands 1995-1999. Námskeið í verkefnastjórn í hugbúnaðargerð hjá
Endurmenntunarstofnun Ath. Það eina sem þetta segir er að KJ
stúdent og hefur verið innrituð í mannfræði (sennilega nokkuð góður
undirbúningur fyrir vinnustaðinn en ekki fyrir íslenskan
iðnað).
Ólöf Nordal, Stúdentspróf MR 1986. Lögfræðipróf HÍ 1994. MBA-próf
HR 2002.Háskóla Íslands 2001. Ath. Stutt og laggott og
staðfest.
Svandís Svavarsdóttir Stúdentspróf MH 1983. BA-próf í almennum
málvísindum og íslensku frá HÍ 1989. Stundaði framhaldsnám í
íslenskri málfræði við HÍ 1989-1993. Ath. Staðfest nám og
staðfesting á innritun sem hefði mátt sleppa.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson .Stúdentspróf MR 1995. BS-próf frá
viðskipta- og hagfræðideild HÍ 2005. Framhaldsnám í hagfræði,
skipulagsfræði og stjórnmálafræði við Oxford-háskóla,
Plekhanov-háskóla í Moskvu og Kaupmannahafnarháskóla Ath. Það sem
SDG getur státað sig af er próf frá HÍ, það sem á eftir fer er
flakk á milli háskóla án nokkurrar staðfestingar á námslokum. (
þarf ekki staðfest próf til að fá lán frá LÍN?).
Ögmundur Jónasson: Stúdentspróf MR 1969. MA-próf í sagnfræði og
stjórnmálafræði Edinborgarháskóla, Skotlandi, 1974. Ath. Eins og
það á að vera stutt laggott og satt.
Helgi Hjörvar Stundaði nám í MH 1983-1986. Heimspekinám HÍ
1992-1994. Ath. Hefur engu lokið Kæri félagi menntun er gott
vegarnesti í byrjun og gefur forskot en getur reyndar líka flækst
fyrir en fólk á eiga ekki að skreyta sig lánuðum fjöðrum.
Davíð Guðmundsson, Aflagranda 21 107 Reykjavík