Fara í efni

STEINGRÍMS AÐ BERA TIL BAKA

Ég las á Eyjunni í gær að Steingrímur J. Sigfússon hygðist nota Icesave-málið til að hrekja þig, Ögmundur, út úr ríkisstjórn að nýju. Nú verð ég að játa að mér þykir þetta orðið heldur öfugsnúið. Haustið 2009 gekkst þú út úr ríkisstjórn vegna ágreinings um meðferð Icesave-málsins og ítrekaðra hótana um að ef þú ekki segðir já og amen myndi vinstri-stjórnin sprynga. Með tímanum kom í ljós að þú hafðir í meginatriðum rétt fyrir þér. Icesave-samningurinn var stórgallaður, þótt þar sé ekki við einstaklinga að sakast heldur miklu fremur hræðilega samningsstöðu. Vegna andstöðu þinnar og síðan þjóðarinnar gerbreyttist samningasstaðan og það eru allir sammála um að samningurinn sem kosið er um í dag sé margfalt betri en hinn fyrri.
Þrátt fyrir það virðist eiga að nota þetta sama mál til að henda þér út úr ríkisstjórn aftur, án nokkurra skýringa. Falli Icesave held ég að ansi margir stjórnmálamenn ættu að hugsa sinn gang aðrir en þú. En vonandi er þetta röng frétt á Eyjunni. Það færi vel á því að Steingrímur stigi fram og bæri þetta til baka.
Kolbeinn H.