Fara í efni

ÞAR SEM GRENSAN LIGGUR

Sannleikur, skaðinn er skeður. Þú hefur tækifæri til að taka af skarið núna. Hvort segirðu já eða nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni?
Pétur

Oft hefur þú skrifað mér hér á síðuna og oftast ekki vandað mér kveðjurnar og stundum gengið mjög langt í því efni. Í dag hét ég Júdas í skrifum þínum. Það er þitt að velja andstæðingum þínum sæmdarheitin.  Þú ert að sjálfsögðu frjáls að þínum skoðunum. Það er mitt að meðtaka boðskapinn. En mér segir þú ekki fyrir verkum. Þar liggur grensan.
Ögmundur