UM FANGELSI OG SAMGÖNGUR

Sæll Ögmundur.
Ég vissi alltaf að þú færir aldrei út af prinsippinu að mannlegi þátturinn væri djúpt grafinn í sálu þvína en því miður er ekki svo með alla samráðherra þína. Nýjasta útspil Jóhönnu að halda gangandi söfnum fyrir Vestan og eitthvað meira í ofanflóðasjóð á sama tíma og nánast ófært er um suðurhluta Vestfjarða í vegamálum? Ég bara treysti því að þú skoðir þetta vel af þinni alkunnu festu og réttlæti en hraðbrautir út frá Reykjavík og austur geta beðið en vandamálið er að halda hraðanum innan marka á þessari leið.
Nýtt fangelsi á Hólmsheiði fyrir milljarða á meðan Vífilsstaðaspítali sem dæmi er auður með öllum græjum. Ríkissaksóknari kvartaði undan féleysi við ljósritun mála en ég benti forvera þínum á að 3-4 málaskrárkerfi eru í gangi í málaskrá lögreglu með aðgangsstýringu 1 fyrir Héraðsdóm 1 fyrir Ríkissaksðóknara og svo Hæstaréttur með sitt kerfi. Engin nauðsyn er á allri þessari pappirseyðslu þar sem hægt er að senda öll gögn rafrænt frá lögreglu til dómstóla og kerfið gerir ráð fyrir rafrænni undirritun. Fjarfundarbúnaður að austan í dómhús hér syðra er ekki meira mál en að reka stórfyrirtæki á milli landa en enginn þorir að taka ákvörðun og spara. Í engu yrði gengið á rétt sakborninga þar sem þeir gætu haft sér tæki í eyra verjanda í réttarsal og því allur þessi akstur óþarfur. Því miður er reynslan sú á Litla Hrauni að með návist ættmenna í einrúmi er neysla þar í fullum gangi en ætti ekki að vera og verður ekki stöðvað fyrr en gler verði sett milli fanga og ættingja en gætu samt notið návista nánustu.
Þór Gunnlaugsson

Fréttabréf