AÐ HRUNI KOMINN Apríl 2011
Í fyrrakvöld horfði ég á mjög svo athyglisvert viðtal í
Sjónvarpinu við forstöðumann greiningardeildar Ríkislögreglustjóra.
Þar fjallaði hann m.a. um hinar svonefndu forvirku
rannsóknarheimildir sem embættið hefur að undanförnu lagt mikla
áherslu á að fá. Í viðtalinu var hins vegar lítið fjallað um hvaða
takmarkanir yrðu á notkun þessar heimilda, einna helst skildist mér
á forstöðumanninum að það yrði hlutverk þeirra dómstóla sem veittu
rannsóknarheimildirnar hverju sinni að meta nauðsyn þeirra og hafa
þannig eftirlit með notkun þeirra. Saga símhlerana hér á landi
sýnir okkur hins vegar að...
Guðmundur J. Guðmundsson
Lesa meira
Vert að lesa, http://www.vald.org/greinar/110402/
Björn Fóðason
Lesa meira
Takk fyrir síðast Ögmundur. Orð þín um Ásmund Einar Daðason voru
yfirveguð og drengileg. Ég hef fyrir mistök dottið út af
áskifandalista þínum.
Sigurður Þórðarson
Lesa meira
Skemmtileg pæling hjá þér um umræðu elítunnar um hugsanleg
"mistök almennings", í þjóðaratkvæðisgreiðslum...Lýðræði er fyrst
og fremst aðferð til að taka ákvarðanir en ekki aðferð til að ná
"réttustu"ákvörðuninni. Elítan heldur ákaft fram hugmyndinni um
hina "réttu ákvörðun" ... Hin "rétta ákvörðun" er því ákvörðun
sem viðheldur óbreyttu ástandi. Þetta má kalla Platónisma, elítisma
eða fasisma. Eða ...
Hreinn K
Lesa meira
Ég vil taka til varna fyrir kjósendur Ásmundar Einars á
Vesturlandi sem ekki eru flokksbundnir í VG. Hvernig getur þá
staðið á því að fámennisklíka í stjórnmálaflokki geti heimtað að
skipta út þingmönnum þegar þeim sýnist? Er það eðlilegt endurgjald
fyrir að ...
Þór
Lesa meira
Davíð Gðmundsson skrifaði frábært bréf sem birtist her á
síðunni, NOKKUR DÆMI... Davíð sýnir fram á hve margir þingmenn vísi
í nám sitt án þess að hafa prófgráðu upp á vasann. Ég fór inn á
Alþigisvefinn til að ganga úr skugga um þetta. Nánast annar hver
maður hefur verið hér og þar í námi, allt vel tíundað, en án
prófgráðu. Ég tek hins vegar undir með þér Ögmundur að þetta getur
þýtt að viðkomandi hafi hlotið ágæta menntun. Það er mergurinn
málsins. Þannig að ég er alls ekki að gera lítið úr þessu fólki eða
menntun þess. Annars var ég furðu lostinn yfir viðbrögðunum við
skrifum þínum...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
...Ég verð að segja að hugmyndir þínar um skólagöngu og
staðfestingu um nám eru harla skrýtnar. Til að staðfesta að þú
hafir meðtekið námsefnið tekur þú próf eða færð umsogn þar til
bærra aðila. Við háskólanám eða nám á háskólastigi skilar þú
ritgerð til að staðfesta að þú kunnir/getir nýtt þér námið að því
loknu. Á æðri stigum náms verður þú að verja ritgerðina eða fá hana
birta í virtum tímaritum (dr. nám).Tiltaka að viðkomandi hafi
stundað nám í einhverju segir ekkert annað en að hann hafi verið
innritaður í tiltekinn skóla og búið. Það segir nákvæmlega ekkert
um hvaða þekkingu viðkomandi hefur aflað sér, það vantar
staðfestingu þar á, nefnilega prófið. Leyfðu mér að benda á nokkur
dæmi úr ferilskrám alþingismanna ...
Davíð Guðmundsson
Lesa meira
...Mikið er myndin falleg á vefsíðunni þinni, af þessum fallegu
glaðlegu unglingum. svo stoltum með íslenska fánan á stöng! Það
þarf meira af þessu til að halda stolti okkar við!!! Og,
minna okkur á að við erum Íslendingar!..
Helgi
Lesa meira
Nýjasta hugtak samruna ríkis og kapítalisma kom fram í svari við
örstuttu kommenti mínu í gær hér á vefnum. Það heitir
"flýtiframkvæmd". Það heitir ekki lengur "einkaframkvæmd" og ekki
"komugjöld", heldur "flýtiframkvæmd". Ekki er að spyrja að
kapítalismanum. Menn verða að skilja að annað hvort taka menn
skatta eða menn "selja inn". Hvort vilja menn kerfi miðalda (og
frjálshyggju) að stöðva menn úti á götu til að ...
Hreinn K.
Lesa meira
Hin óendanlega þörf mannsins fyrir óþægindi, er nú að koma fram
í áformum innanríkisráðuneytisins um "hóflega" vegatolla, sem mun
gera vegfarendum leitt í skapi um ókomin ár. Stundum heitir þetta
PPI (private participation in infrastructure) og stundum PFI
(Private finance initiatives), allt eftir því hvað frjálshyggjan er
dugleg við að tæla skattborgarana til fylgilags við sig. Hið rétta
er að innviði samfélagsins þarf að skilgreina og þá má aldrei selja
í hendur einkaaðilum. Né heldur auðlindir. Orðin "raunsæi" eða
"nauðsyn" duga ekki sem röksemd fyrir vinstri menn til að...
Hreinn K.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum