Fara í efni

ANNAR ÞUSAÐI, HINN SAUP HVELJUR

Agndofa er ég búinn að hlusta á og fylgjast með skrifum um flóttamannamálin í fjölmiðlum. Ég hef séð hvernig reynt er að tala niður allt gott sem gert er og gera allt tortryggilegt. Ég vil hins vegar þakka þér svarið við skrifum Vilhelms Vilhelmssonar við lesendabréfi hér á síðunni. Þú hefðir líka þurft að svara gagnrýnisleysunni í samtali þeirra Egils Helgasonar og Hauks Más Helgasonar í Silfrinu fyrir viku. Haukur þessi þusaði, fulkomlega úr takti við allan raunveruleika, Egill nikkaði og saup hveljur eins og hans er vandi, og fannst væntanlega að hann væri að taka undir með mannréttindatali sem hann EKKI var að gera. Hann var bara eins og hver annar þorskur á þurru landi. Þetta tal var ekki til hjálpar mannréttindum - þvert á móti . Sjálfur vil ég róttæka endurskoðun á þessum málum og er algerlega sammála þér: Burt með glæpamennina, inn með heiðvirða fólkið. Sjálfur þekki ég slíka baráttu og hef fundið fyrir góðum og nýjum straumum í nýju Innanríkisráðuneyti. Menn eins og þessi Haukur gera ekkert annað en skemma fyrir góðum málstað mannréttindabaráttunnar.
Jóhannes Gr. Jónsson