Fara í efni

ENN UM NJÓSNIR

Takk fyrir svarið.
1. Erlendum lögreglumönnum er ekki heimilt að starfa á Íslandi nema með leyfi stjórnvalda, þannig að ef þetta var löglegt þá er það vegna þess að Ríkislögreglustjórinn heimilaði það. - Nema hvað að ekki er heimilt að stunda forvirkar rannsóknir á Íslendingum. Þar með hlýtur þetta að hafa verið ólöglegt, nema að Saving Iceland hafi verið grunað um glæpastarfsemi,og lögreglan hafi haft gögn til að rökstyðja slíkan grun.
Hvernig getur þú rökstutt að forvirk rannsókn hafi verið lögleg? - Hvaða þörf er á rýmri löggjöf ef þetta var löglegt?
2. Hvernig mun frumvarpið þitt tryggja VIRKT eftirlit með þessum njósnum, þannig að þetta verði ekki misnotað? Umhverfisverndarsinnar eru ekki einu fórnarlömb ofsókna...hvað með "útlendinga", múslima,hörundsdökka, fréttamenn,fíkla, "hasshausa"... 3. Þú svaraðir engu varðandi innra eftirlit. Fréttablaðið 21 maí, bls 4: innan við 3% mála gegn lögreglu enda með dómi.
MBK
Símon

Það kom fram í skýrslu ríkislögreglustjóra að upplýsingum hefði verið miðlað til og frá Íslandi um andófshópa gegn Kárahnjúkavirkjun. Þetta voru stóru fréttirnar að mínu mati. Njósnir voru viðhafðar með vittund og vilja íslenskra stjórnvalda. Þær voru því löglegar. Það eru þær hins vegar ekki lengur vegna reglugerðar sem ég hef sett.
Frumvarp mitt snýr einvörðungu að glæpastarfsemi, ekki stjórnmálaöflum. Fyrir mér vakir að auðvelda baráttu gegn glæpahópum en torvelda njósnir um pólitíska hópa. Þetta mun lagafrumvarp mitt sýna.
Það hefur komið fram að eftirlit gegn njósnum hefur ekki verið sem skyldi. Því mun ég reyna að breyta og hyef þegar gert ráðstafanir.
Varðandi innra eftirlit þá er ég þér sammála að það þarf að vera öflugt í löggæslunni.
Kv.
Ögmundur