Fara í efni

OFBELDI Á VEGUM RÍKISINS!

Sæll Ögmundur.
Ég heyrði í þér á Bylgjunni um daginn þar sem þú varst að tala um ofbeldi og það yrði ekki liðið hér í okkar samfélagi, mikið rosalega er ég sammála þér og vil í því tilliti tala um ofbeldi sem almennir borgarar eru beittir af innheimtstofnunum, af fjámálafyrirtækjum og af vörslusviptingu í skjóli Ríkisssins Sýslumanna. Hér vaða þessir menn uppi - búa til skuldir á fólk - og neiti fólk að borga vegna þessara ólöglegu útreikninga þeirra ráðast þeir að heimilum fólks og hirða ýmist heimilin eða bílana - hér er um klárt ofbeldi að ræða og hér verður að byrja - þetta verður að stöðva áður en menn grípa til aðgerða gegn þessum fyrirtækjum sem gætu orðið blóðugar - þessi fyrirtæki ganga fram í krafti sínum og stærð og einhliða ákveða að menn skuldi þeim margfalda þá upphæð sem áður var samið um, þetta gengur ekki - sjálfur hef ég lent í þvi að missa íbúðina okkar, - komi þeir og taki bílinn líka mun ég taka á móti þeim með sömu aðferða fræði og þeir beita - ofbeldi - ekki andlegu í krafti þess að ég sé peningaafl - heldur mun ég ráðast af krafti á þá sem ætla að hirða eignir okkar sem ég viðurkenni þó að lánafyrirtækið á einnig með okkur - en heimta nú að við borgum aftur þá upphæð sem við höfum þegar greitt þeim - lán fyrir bílnum okkar tókum við á 2.1 milljón, vorum búin að greiða rúma milljón af bílnum og nú endurútreiknað heimta þeir 2 milljónir og 80 þúsund - 20 þúsund kr hærri mánaðargreiðslu en við höfðum áður skrifað undir - þetta kemur einfaldlega ekki til greina og verður tekið á móti þeim sem ætla að beita okkur ofríki og ofbeldi með ofbeldi - vildi að ég hefði aðrar leiðir svo sem eins og að semja við þessa aðila en þeir virðast ekki tilbúinir til þess - ég veit að það er fullt af fólki sem er að fá þessa fjanda á sig og ég veit um fullt af fólki sem ætlar að tala á móti þeim af hörku hér eftir - til þess að þessir hlutir þurfi ekki að eiga sér stað skrifa ég þér þetta bréf þvi ábyrgð stjórnvalda er mikil í þessu máli, hér er ekki hægt að láta gjaldþrota fyrirtæki - eða endurreistar kennitölur ráðast á almenning í krafti sýslumanna og stjórnvalda - það ert þú sem getur stöðvað þessa vitleysu og ég hvet þig til að taka alvarlega á þessu máli og stöðva innheimtuaðgerðingar sem eru byggðar á sandi einum saman. Byggðu grunn sem fólkið og fjármálafyrirtækin geta byggt á í sameiningu sá grunnur er ekki til, en ekki grunn sem byggður er á ofríki og ofbeldi fjármálastofnananna - já ofbeldi - hótunum og græðgi. Það er kominn tími á stopp áður en uppúr síður.
Steinar Immanúel Sörensson