Fara í efni

EKKI EINKA-FRAMKVÆMD!

Sæll Ögmundur.
Hlaup þín eftuir ríkisstjórnarfund eftir Lækjargötunni voru fyrir mig vísbending að þú værir ósáttur varðandi fjármál nýs fangelsis. Ég vil leyfa mér að skora á þig að kvika ekki frá fyrri afstöðu þinni varðandi nýtt fangelsi á Hólmsheiði og sitja´hjá eða mótmæla á næsta fundi þegar ákvörðunin verður tekin og hreint borð verði hjá þér. Að hlusta á Velferðarráðherrann tala léttilega um ástandið á LSH og það frábæra starf forstjórans og starfsfólks þar við nánast ómögulega stöðu án þess að hann fyrirskipi aflögn allra aðgerða annarra en bráða aðgerða. Ábyrgð forstjórans er mikil og enn meiri hjá fjárveitingavaldinu og eru þingmenn i fjárlaganefnd ekki öfundsverðir á vetri komandi. Spurningin er hvort að þeir vilji halda úti öryggisgæslu í landi og þá kanski leigja lögregluökutæki til fjáröflunnar í rekstur eins og Landhelgisgæslan. Að bjóða framvarðasveit öryggis samningsleysi í 257 daga er mikil skömm fyrir Fjármálaráðherra og þegar tollur og löggæsla hafa verið með sömu launataxta að þá gerir samninganefnd ríkisins nýjan samning við tollverði og aðskilur lögregluna?? Húsbóndaábyrgð Fjármálaráðherra er mikil og dugir ekki að hann láti launamál starfsmanna sinna sitja á hakanum. Mottóið var sömu laun fyrir sömu vinnu er ekki við lýði sbr.leikskólakennara sem voru bara skildir eftir í síðustu samningalotu og er vel skiljanlegt að þeir vilji fyrst fá leiðréttingu m.v.fyrri samninga áður enfarið er í nýjan 2011. Kanski er kominn tími til uppstokkunnar í kerfinu til að bremsa af bankana í að taka til sín starfsmenn frá ríkinu og greiða viðmiðunarlaun fyrir sbr.menntun. Af hverju skyldi lögfræðingur hjá ríkinu hafa hærri laun en sjúkraþjálfari með sömu menntun og læknar á kanditatsári?? Það afrek fjármálaráðherra að afnema aksturspeninga ríkisstarfsmanna nema samkvæmt akstursbók en sleppa dýrasta hlutanum óunni yfirvinnu og setja þak á aðra utan öryggisgæslu. Þarna var hægt að spara tugi milljarða en var ekki gert??
Þór Gunnlaugsson