AÐ HRUNI KOMINN September 2011
" Einkabíllinn á ekki eftir að verða ódýrari í rekstri á komandi
árum". Þetta er alröng staðhæfing hjá þér hér á síðunni. Það kostar
ca. 12 þús. kall að keyra venjulegan bensínbíl til Akureyrar.
Sambærilegur kostnaður fyrir nýjan rafbíl er 3000 krónur. Ég held
að það sé auðveldara að lækka eldsneytisverð og gera
þrjúhundruðþúsund manns í 100 þúsund ferkílómetra landi kleift að
eiga einkabíl, heldur en að vera í ...
HreinnK
Lesa meira
Þegar þessi ríkisstjórn komst til valda, voru það skilaboð til
okkar þe. þjóðarinnar að allt ætti að vera uppá borðum. Ég hef ekki
séð það og flest það fólk sem ég er í sambandi við sér það ekki
heldur ! Þú hlítur að sjá það Ögmundur að flokkurinn sem við tókum
þátt í að stofna á sínum tíma hefur tekið stóra U beigu og er ekki
sjálfum sér samkvæmur. Margt það fólk sem tók þátt í að stofna
flokkinn er ekki lengur í honum þar á meðal undirritaður. Ég sagði
mig úr flokknum fyrir mörgum mánuðum síðan því ...
Þórir Karl Jónasson
Lesa meira
Deilir þú eftirvæntingu Seðlabankamanna eftir spákaupmönnum í
vaxtamunarviðskipti? Síðast þegar núverandi stjórnendur Seðlabanka
Íslands lögðust í víking, tókst þeim að koma hinum margrómuðu
Jöklabréfaútgáfu í 1.000 milljarða og þar með urðu vextir ein
helsta útflutgningsafurð Íslendinga. Í vikðurkenningarskyni, veitti
núverandi aðalhagfræðingur bankans móttöku bikar frá Drobny
Advisors sem sérhæfa sig í ráðgjöf til vogunarsjóða. Telur þú
einhver hófleg efri mörk á heildarútgáfu jöklabréfa í framtíðinni?
Er einhverstaðar hægt að kynna sér stefnu VG varðandi ...
Arnar Sigurðsson
Lesa meira
Ég tel að íslenska þjóðin hafi sýnt einstakan menningarþroska
allt frá landnámi, þar til á miðri síðustu öld er við fyrst gengum
í NATO og síðan í EES og Schengen, sem leiddu af sér
einkavinavæðinguna og gjaldþrot íslensku þjóðarinnar! En ég
vil segja, að síðan þá, hefur íslensku þjóðfélagi og jafnvel skyn
einstaklinga í of mörgum tilfellum í öllum stéttum, þá ekki síst
þeir sem kalla sig stjórnmálamenn , hrörnað, visnað og ...
Helgi
Lesa meira
...Ég er nýr hér á heimasíðunni þinni. Er eitthvað að frétta af
umsókn Huang Nubo? Hefurðu tjáð þig um það mál hér?
Eggert Ólafsson
Lesa meira
Ósköp er það raunalegt að komast að því hversu seint þessi þjóð
virðist ætla að þroskast. Fjöldinn allur af málsmetandi fólki,
þ.m.t. ráðherrar missti andlegt jafnvægi þegar kínverskur
auðkýfingur gerði tilboð í eitt nafnkenndasta hálendisbýli Íslands.
Nú höfum við fórnað gífurlegu landssvæði á hálendinu undir
virkjunarlón og nú þegar hafa sannast illspár um sandfok og
jarvegsmengun í Lagarfljóti ásamt því að náttúruperlan og bújörðin
Húsey er að leggjast í auðn vegna sandfoks. Gerir fólk sér ekki
ennþá ...
Árni Gunnarsson
Lesa meira
Í tilefni af atkvæðagreiðslu hjá SÞ. um sjálfstætt og fullvalda
ríki Palestínumanna eður ei, þá langar mig til að endursegja
brilljant komment um málið, sem ég fann einhvers staðar á flakki
mínu um netheima. Í stuttu máli gengur kommentið út á spurninguna
um hvaða rétt vestrænar þjóðir höfðu til að gefa síonistum í lok
WWII, land Palestínumanna? Það voru ekki Palestínumenn sem myrtu
Gyðinga á hryllilegan hátt í WWII, það voru þýskir Nasistar sem
frömdu þau myrkraverk og því er það stóra spurningin hvers vegna
þýskir Nasistar voru ekki látnir gefa Gyðingum land af sínu landi?
Það hefði verið hið eina rökrétta í stað þess að ...
Jón Jón Jónsson
Lesa meira
Varðandi Nubo og Grímsstaði á Fjöllum: Tel að gera eigi
greinamun á landi og fasteignum (Róbert Spanó gerir ekki þennan
greinamun í grein í Fréttablaðinu í gær). Víða erlendis er mikið af
landi komið í einkaeigu. Það er þá afgirt og ekki aðgengilegt fyrir
almenning og/eða ferðamenn. Tel mikilvægt að við á Íslandi
varðveitum frjálst aðgengi að náttúrunni, þ.a. okkar afkomendur
vakni ekki einn góðan veðurdag með mannheldar girðingar í allar
áttir. Ef að hægt er að setja inn ...
Héðinn
Lesa meira
Þú hefur barist fyrir lýðræðislegri atkvæðagreiðslu og átt
heiður skilið fyrir þá baráttu, og öflin sem vinna gegn slíku
réttlæti vinna hörðum höndum að því að slá öll þín baráttuvopn úr
þínum höndum! Án stuðnings þjóðarinnar, þingsins og ráðherranna er
lífsins ómögulegt fyrir þig einan að breyta óréttlæti í réttlæti.
Hvers vegna skyldi þingið og ráðherrarnir hafa sett sig upp á móti
óbreyttu frumvarpi þínu um aukið lýðræði ...
Anna
Lesa meira
...Nokkur ár eru síðan Kalmarborg í Svíþjóð var fífluð af
kínverskum peningabjálfum. Stjórnendur borgar keyptu þá hugmynd, að
kínamenn gerðu Kalmar að evrópskri viðskiptamiðstöð sinni.
Borgarskipulagi var breytt, ráðist í fjárfestingar,öðrum
framfaramöguleikum ýtt til hliðar. Kalmar átti að öðlast forna
frægð og styrk. Til Kalmar streymdu kínverskir launaþrælar verktaka
og hróflað var upp illa byggðum viðskiptahúsum í hvelli. Þannig
endaði draumsýnin sú. Kínamenn hurfu og eftir standa illa byggð og
hálfbyggð mannvirkin, krákum að leik. Kalmarborg í stórtapi, og
stjórnendur niðurlægðir. Kínagullið reyndist Kalmar dýrt glópagull.
,,Tugmilljarða króna stórvirki" eru nú sögð...
Rósa
Lesa meira
Ég myndi virða það við ríkisstjórnina ef hún krefðist þess af Tyrklandsstjórn að friðarviðræður yrðu teknar upp við Kúrda að nýju og að Tyrkir hefðu sig þegar í stað á brott frá Afrin. Ríkisstjórn sem er tilbúin að skipta um forseta í Venesúela hlýtur að þora að slá á þráðinn til Erdogans!
Jóel A.
Lesa meira
Trúir þú því í alvöru að ríkisstjórn sem nýskriðin er upp í fang utanríkisráðherra Trumps og hjúfrar sig upp að NATÓ verði við ósk um að setja þrýsting á Erdogan reglubróður í NATÓ? ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Eigin lögin alltaf gild,
undir vinir lágu.
Nýta sjóð og nána vild,
nota í eigin þágu.
...
Kári
Lesa meira
Hvað varð um fjórða valdið? Megin hugsanastraumur fólks í heiminum óskar friðar og vonar að með því að ljúka hörmungunum í Mið-Austurlöndum takist undir forystu BRICS hópsins að binda enda á stríð „Fyrsta heims“ gegn „Öðrum og Þriðja heiminum“ og um að leið ljúki 500 hundruð ára sögu nýlendustefnu og hins fáránlega kapitalisma. Amen. Fullyrðinguna er hægt að sannreyna með því að prófa að nota netið og finna frjálsa fjölmiðla í stað CNN, BBC eða ...
Sigurþór S.
Lesa meira
Ég vil þakka fyrir góða ráðstefnu um málefni Kúrda þar sem gafst mjög fágætt tækifæri að heyra frá fólki þessa fjarlæga heimshluta. Snemma las eg greinar Erlends Haraldssonar á sínum tíma og Kúrdar hafa verið mér oft í huga sérstaklega hversu þeir hafa mátt mæta skilningsleysi og allt að því fyrirlitnngu hjá allt of mörgum. En menning þeirra er mjög gömul og ábyggilega mjög áhugaverð. Það er mikilvægt í nútímasamfélagi að hafa það uppi sem sannast reynist. Í örsamtali okkar minntist eg á grein sem birtist í Kjarnanum núna snemma á nýja árinu. Þar er n.k. uppljóstrun á hvernig stjórnmálamaður á ekki að koma fram gagnvart þjóðinni ...
Guðjón Jensson Mosfellsbæ
Lesa meira
Klaustursrónar krappann sjá
komið er að hefndum
Því Bergþóri verður bolað frá
og gera sátt í nefndum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Dýr voru þessi dönsku strá
nú dauðans alvöru sjáum
Því Dagur verður að fara frá
ef pálmatrén fáum.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Þakka þér fyrir skrifin um Venesúela og að syprja um afstöðu Íslands, hvort ekki standi til að fordæma afskipti Trumps og félaga. Ég er sammála þér að það verði Ísland að gera! Umhugsunarvert er að enginn á Alþingi skuli taka málið upp. VG er greinilega of upptekið við að þjóna Sjálfstæðisflokknum til að vilja vita af nokkru sem gæti ruggað bátnum. Hitt liðið er allt ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Í fátækt minni til fjölda ára
fræddist ég um lífsins nauð
oft vinnulaus með vitund sára
og vonleysi sem daglegt brauð.
Þó árin svo liði hér eitt og eitt
er augljóst að lítið gengur
því fátækir fá hér aldrei neitt
og geta ekki unað því lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Valgerður nú frelsið fær,
fagnar því með tári.
Hún er okkur öllum kær
og sjötug á þessu ári.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum