Fara í efni

EKKI EFNI Á NAUÐSYNJUM

Komdu sæll.
Elvar Másson heiti ég. Þessi frétt http://www.visir.is/thingmenn-fengu-launahaekkun-/article/2011111009322  gerir ekkert fyrir fólk, sem hefur ekki sömu ítök og ráðherrar og þingmenn, nema að vekja upp reiði. Ég hef margsinnis sent fyrirspurn til ýmissa ráðuneyta en að sjálfsögðu ekki fengið nein svör. Ég og sambýliskona mín erum örykjar á fertugsaldri og höfum, með ólíkum hætti, átt erfitt uppdráttar stóran hluta ævi okkar. Örorkubætur okkar, ákvarðaðar af mér ókunnugu fólki sem er ekki í neinu sambandi við raunveruleikann í samfélaginu og þekkir mig ekki neitt, eru til háborinnar skammar. Það sést best á því að við höfum ekki efni á að kaupa NAUÐSYNJAVÖRUR í þriðju viku hvers mánaðar. Það virðist vera lítið mál að samþykkja hækkun á launum þingmanna en þegar huga þarf að lágstéttarfólkinu (vinnubrögð stjórnvalda stuðla jú að stéttarskiptingu með mismunun) getur það beðið. Reiði mín skiptir þann sem svarar pósti mínum engu máli, enda er ég bara enn einn launagreiðandi ríkisstarfsmanna, en ekki er tekið tillit til þess að hlutfall tekna minna til samfélagsins (sem ég, fjárráða maðurinn, fæ ekki að ákveða sjálfur) er við fátæktarmörk. Til allrar hamingju höfum við unnusta mín fólk í kringum okkur sem, ólíkt stjórnvöldum, getur hjálpað okkur en jafnvel börn á fyrstu stigum grunnskóla vita að það að þurfa að þiggja aðstoð með þessum hætti er afar undarlegt. Sjálfstæði okkar er ekkert, niðurlægingin algjör og reiðin eilíf. Ef samfélagið okkar í dag er stjórnvöldum að skapi þá skil ég vel af hverju tugir ættingja minna og bæði systkyn mín hafa yfirgefið landið og neita að koma til baka. Vinnubrögð einhverra svokallaðra ,,auðmanna", sem enn ganga lausir, hafa gert það að verkum að draumur foreldra minna (að upplifa áratuga gamlan draum; að flytja til Spánar í hús sem þau borga af með glöðu geði) er orðinn að engu. Það ber ekki á öðru en að kröfu minni, um það sem fólk kallar ,,eðlilegt líf", verði ekki sinnt á meðan ég lifi. Þökk sé vinnubrögðum stjórnvalda verður seint sagt að Ísland sé land tækifæranna, eða hvað?
Elvar Örn Másson