Fara í efni

FINNAST MÁLEFNALEG RÖK GEGN NUBO?

Ég hef fylgst dálítið með umræðu um tilboð Huang Nubo og langar að spyrja þig nokkurra spurninga, Ögmundur: 1. Er rétt skilið hjá mér að aðeins sé um að ræða sölu á landi sem er í einkaeign? (og þar með ekki í eigu ríkisins eða þjóðarinnar) 2. Er rétt skilið að ef Nubo kaupir, eignist ríkið og almenningur vatnsréttindin sem nú eru eða kunna að vera í einkaeign? 3. Er rétt skilið hjá mér að mörg hundruð milljónir einstaklinga og annarra einkaaðila, þ.e. allir innan EES, gætu keypt þetta land án þess að fá leyfi ráðherra eða annarra opinberra aðila til þess, vegna þess að þetta er land í einkaeign? 4. Finnast yfir höfuð málefnaleg rök til þess að neita einum einstaklingi að kaupa eitthvað sem er í einkaeign hér á landi þegar mörg hundruð milljónir annarra einstaklinga gætu keypt sömu einkaeign án þess að spyrja kóng né prest (ef ég skil rétt í 3. lið hér framar)? Bestu kveðjur,
Eggert Ólafsson,
tækni- og stjórnsýslufræðingur og áhugamaður um vandaða stjórnsýslu.

Spurningar þinar eru til umfjöllunar í Innanríkisráðuneytinu: 1) til skoðunar, 2) óljóst, 3) rétt skilið - því miður, 4) það er málefnalegt að hlíta landslögum.
Með kveðju,
Ögmundur