HEFUR EKKERT BREYST?

Rakst á eftirfarandi klausu í bloggi eftir Guðmund Hörð. "Samkvæmt frétt Morgunblaðsins árið 2000 valdi Valgerður Sverrisdóttir, þá viðskiptaráðherra, Þorstein til að taka að sér forystu viðræðunefndar bankans í sameiningarviðræðum sem stóðu þá yfir við Landsbankann. Þorsteinn gegndi starfi yfirmanns verðbréfasviðs Búnaðarbankans. Þetta gekk ekki eftir vegna andstöðu bankaráðs Búnaðarbankans við afskipti viðskiptaráðherra af málinu. Þessi litla frétt bendir til að það hafi ríkt sérstakt traust milli Valgerðar og Þorsteins. Pólitískur aðstoðarmaður Valgerðar á þessum tíma var Páll Magnússon, sá hinn sami og Þorsteinn Þorsteinsson hefur nú valið til að gegna starfi forstjóra Bankasýslu ríkisins." Hefur EKKERT breyst? Samkvæmt Rannsóknarnefnd Alþingis voru gjörningar eins og þessi ein af orsökum hrunsins.
Björn Fróðason

Fréttabréf