Fara í efni

ENGIR AFLEIKIR

Illa verður skilið það upphlaup og fjaðrafok sem nú ríkir varðandi kallinn frá Kína. Ég er ekki í nokkrum einasta vafa um að á trjádrumbnum fræga hanga önnur áform en að sjá örfoka landinu blessaða um næringu í formi golfvalla umkringdum pálmatrjám og fallegum mannvirkjum þeim tengdum. Þú Ögmundur minn kæri hefur enn einu sinni greint stöðuna út frá hinu raunverulega markmiði hins eflaust vænsta fjárfestis. Málið er nefnilega að það er ígrunduð pólitízk yfirtökulykt í loftinu og hún er vond og mjög erfitt að losna við hana þegar ræturnar hafa verið skorðaðar. Hinn vinsamlegi fjárfestir ætlar sér örugglega ekkert illt, en nýtilkomið, nýkeypt flugmóðuskip kínverja, verður nefnilega staðsett á norðurpólnum. Þaðan verður gott að hafa yfirsýn til beggja handa hægra megin USA og niðureftir liggur Evrópa, í svona stöðu þætti mér gott að eiga Grímsstaði á Fjöllum. Enn einu sinni Ögmundur minn sést að þú leikur engum afleikjum.
Kveðja Óskar K Guðmundsson fisksali.