Fara í efni

FORDÆMI

Hvernig er það með ráðamenn og almenning í þessu landi, er virkilega enginn búinn að fatta plottið hjá þessum kínverja sem vill kaupa Grímsstaði á fjöllum. Hann kemur hér og býður óeðlilega hátt verð fyrir einskisnýta jörð uppá öræfum undir því yfirskyni að byggja Hótel sem auðvitað verður aldrei byggt enda ef hann myndi byggja þarna hótel væri hann kjáni. Um leið og búið er að selja honum Grímsstaði er búið að gefa fordæmi og gera okkur ómögulegt að neita öðrum ( kínverjum ) um að kaupa hér jarðir, þannig að þá munu þeir koma hér og fara að bjóða fjársveltum og fátækum bændum verð sem þeir geta ekki neitað fyrir hlunnindajarðir þar sem finnst jarðhiti, fallvötn, ferskvatn og jafnvel möguleg hafnaraðstaða eftir að farið verður að sigla norðausturleiðina norðan Rússlands. Þessi miljarður er smávægilegur fórnarkostnaður fyrir kínverja sem eru að hugsa langt fram í tímann og eru nú þegar farnir að sölsa undir sig landsvæði og jarðir víða um heim þar sem auðævi er að finna.
Sigurður H. Stefnisson