Fara í efni

MARGIR TILBÚNIR AÐ SELJA ARFINN

Sæll Ögmundur.
Bestu þakkir fyrir að standa vörð um landið sem börnin okkar munu að erfa. Því miður eru margir tilbúnir að selja arfinn fyrir stundarhagsmuni með óafturkræfum gjörningi. Manni verður hugsað til nýlendutímans - áður tóku þjóðir lönd með valdi til að auðgast og öðlast meiri völd. Nú er aðferðafræðin breytt en markmiðin þau sömu. Það er örugglega ódýrara að borga fyrir nýlenduna en að ná henni með hernaði. - Hvort um er að ræða Kínverja, Kanadamenn eða Kaupmannahafnarbúa skiptir ekki máli. Er það ekki annars háttur Kínverja erlendis að koma með eigið vinnuafl sé þess nokkur kostur? Það verður öldugangur og ágjöfin er reyndar þegar hafin. Gott að þú stendur keikur og mátt vita að margir eru mjög sáttir.
Rósa Eggertsdóttir