Fara í efni

OG FORSETINN SPURÐI...

Sæll Ögmundur.
Ekki hef ég alltaf verið sammála þér, en það er önnur saga. Mikið var ég ánægður með ákvörðun þína í Nupomálinu. Þetta er miklu stærra mál en fólk gerir sér grein fyrir. Mig langar að að segja eina sögu ef ég má.
Á árum áður þegar frú Vigdís Finnbogadótir var forseti vildi þannig til að ég kom gjarnan að Bessastöðum í fylgd minna kæru vina i söngkvartettinum Bláa hattinum. Við skemmtum þar um tveggja ára bil við ýmis tækifæri. Eftir á ræddi frú Vigdís gjarnan við okkur um stund. Ein saga frá þeim tíma er ógleymanleg. Hún er á þá leið að kvöld eitt sat til borðs í veislu að Bessastöðum maður frá stríðshrjáðu landi og sagði við frú Vigdís " Vigdís þið vitið ekki hvað þið eigið gott" Hvað áttu við sagði forsetinn " Þið vitið ekki hvað þið eigið gott þið eigið landið sem þið búið í. Og þið tókuð það ekki frá neinum NB Íslendingar eiga Ísland. Ekki selja það neinum.
Jóhann Sigurðsson