Fara í efni

ÞÁTTASKIL

Til hamingju með að hafa tekið af vafann Ögmundur. "Fegursta land veraldar sem hefur upp á allt að bjóða og sem ekki er hægt að meta til fjár, eða það hélt maður. Nú erum við samt minnt á hvað tímarnir hafa breyst frá því við vorum ung og óþroskuð. Þegar maður trúði að sumt yrði aldrei til sölu. Allra síst landið okkar sem kostaði svo mikil átök að eignast. Eins fyrir nokkrum árum þegar maður hafði þroskast og minnstu munaði að það yrði tekið af okkur, þar sem við kunnum okkur ekki forráð. Aldrei aftur, vonandi. En það verða mikil þáttaskil í 1000 ára sögunni ef við nú seljum landið okkar í pörtum fyrir hæstbjóðendur." "Í þúsund ár höfum við glímt við landið og náttúruöflin og komist ágætlega af. Á nokkrum árum töpuðum við glímunni við fjármálaöflin, og nú er úr okkur allur vindur. Hjá þjóð sem hefur byggt styrkleikann sinn á smæðinni og kunnáttu á veikleikum, en ekki stærðinni og græðginni. Hjá þjóð sem vill vera gestgjafi en ekki þiggjandi og leiguliði í eigin landi." http://blog.eyjan.is/vilhjalmurari/2011/09/05/thattaskil/
Vilhjálmur Ari  Arason