ER HÆFA...?

Er hæfa í því að þú styðjir tillögu Sjálfstæðisflokksins að draga til baka kæru Alþingis á hendur Geir Haarde?....
Kristján Sig. Kristjánssson

Ég tel að þetta mál eigi ekki að hugsa innan flokksramma heldur spyrja hvort manni finnist málefnaleg rök fyrir því að íhuga þessa tillögu. Ég tel svo vera. þetta mál hefur á ýmsa lund verið að taka breytingum, allt frá atkvæðagreiðslunni á Alþingi en þá tók málið eðlisbreytingu að mínu mati.  Ég á eftir að  gera nánar grein fyrir afstöðu minni en leyfi mér nú að hvetja til málefnalegra umræðna í stað skotgrafahernaðar pólitískra fylkinga.
Kv., Ögmundur

Fréttabréf