Fara í efni

SAMMÁLA UM GRÍMSSTAÐI, EKKI FANGELSI

Sæll og blessaður Ögmundur.
Ég vildi færa þér bestu þakkir fyrir að standa fastur á úrskurði þínum og ráðuneytismanna sem réttri og einnig því að lögin yrðu haldslaus til framtíðar litið. Þetta er erfiður biti en samt réttur og ég gleðst yfir því að Björn Bjarnason fyrrum ráðherra skuli veita þér fullan stuðning við ákvörðunina. Ég er hinsvegar afar ósáttur við þá ætlan að byggja nýtt fangelsi á Hólmsheiði fyrir milljarða en það kemst ekki í gagnið fyrr en eftir 3 ár og yfir 400 bíða afplánunar. Ég hef alla tíð litið svo á að það eigi að vera verkfæri í höndum dómara að ákveða hvort að viðkomandi gegni samfélagsþjónustu eða ekki en ekki Fangelsismálastofnunnar. Þá ber einnig að gæta þess vel að dæmdir menn sem hafa snúið til betra lífs með sannarlegum hætti verði ekki kippt úr umferð og hugsanlega eyðilagðir með því.
Þór Gunnlaugsson