AÐ HRUNI KOMINN Janúar 2012
...Ég hef ekki gleymt að við hrunið var kallað eftir nýrri
tegund stjórnmála; stjórnmála án flokksaga, stjórnmála samræðu og
sáttagjörða og aukinnar virðingar fyrir Alþingi. Nú keppast
forvígismenn hins síðastnefnda við að níða skóinn af vinnustað
sínum og samtalið á lítinn hljómgrunn meðal misþroskaðra þingmanna.
Krafan um flokksaga hefur sjaldan verið sterkari og skoðanir þínar
á smæstu málum virðast nægja til að setja þingheim á hliðina.
Nú þegar þú hefur með góðum rökum stutt afstöðu þína í
Landsdómsmálinu; afstöðu sem leiðir rökrétt af orðum þínum og
gjörðum í gegnum tíðina, virðist það vera markmið einhverra
fyrrverandi stuðningsmanna þinna að níða af þér æruna og
ævistarfið....
Stuðningsmaður
Lesa meira
...Þegar kemur að Landsdómsmálinu þá er ég er fyllilega sammála
þeim skilningi að atkvæðagreiðslan þar sem að samþykkt var að ákæra
Geir, en engan ráðherra annan, hafi fært það mál úr þeim farvegi að
vera rannsókn á aðkomu ríkisstjórnar og stjórnmálaumhverfisins að
hruni fjármálakerfisins en í stað þess gert málið að
flokkspólitískum slag... Viljum við beita Landsdómsákvæðinu til að
slaka hefndarþorsta eða til að sýnast taka til eftir sóðaskapinn.
Ef fleiri ráðherrar stæðu í sömu sporum og Geir Haarde þætti mér
annað uppi á teningnum...
Dagur Pálmar Eiríksson Mörk
Lesa meira
Eina ástæða þess að hætta á við þessa sýndarmálssókn er sú að um
leið og þeir aðilar sem átti að ákæra með honum fengu frípassa
breyttist þetta í pólitískan farsa. Að sjálfsögðu á þetta fólk að
sæta ábyrgð, en ekki undir flaggi pólitískra nornaveiða.
Ellert Júlíusson
Lesa meira
...fyrsta frétt af hrunauppgjörsmálum á RÚV var röng; ekki í
fyrsta skipti að sú stofnun bregst. Héðan í frá treysti ég frekar
athugasemdum frá þeirri merku konu, Örnu Mosdal en fréttastofu RÚV.
Ég er sammála ummælum hennar á fésbók um málið: "Uppgjör við Hrunið
getur aldrei falist í því að hengja Geir H. Haarde upp á snaga. Það
vita allir sem vilja vita. En Íslendingar eru sérlega iðnir við að
gleyma sér í tittlingaskít. Uppgjörið átti ma. að koma fram í
breyttum vinnubrögðum á Alþingi, í stjórnsýslunni og í
Stjórnarráðinu...
Jón Jón Jónsson
Lesa meira
Já, það eru fleiri sekir en Geir Haarde en ef einhver á að virða
lögin sjálf og fara eftir þeim þá hlýtur það að vera
innanríkisraðherrann. Og lögin gera ráð fyrir því ferli sem Alþingi
samþykkti að setja í gang, saksóknari hefur birt ákærur og
Landsdómur kveðið upp úr um að fjórar þeirra standi óhaggaðar. Þú
veist það jafnvel og ég að í réttarhöldunum mun þáttur fjölmargra
annarra í hruninu en Geirs koma fram. Margir þeir stjórnmálamenn
sem nú hræðast það mjög að fá allt fram í dagsljósið og styðja
tillögu Bjarna Ben eru bara að hugsa um eigin skinn. Það er
hörmuleg ógæfa vinstrimanna á Íslandi að geta ekki staðið saman um
mikilvæg mál og geta ekki séð stærra samhengi hlutanna...
Sigursteinn Masson
Lesa meira
...Þú átt stuðning minn allan í afstöðu þinni og málflutning um
landsdómsmálið...
Magnús
Lesa meira
Sæll Ögmundur. Beint af fréttavef RÚV ohf, þann 24.01.2012:
"Uppgjörið við hrunið væri að vinstri flokkarnir hefðu komist til
valda, sagði Ögmundur." Í stað þess að fullyrða að hér hafi ekkert
uppgjör átt sér stað í stíl þess sem allur óbreyttur og venjulegur
almenningur hafði vænst, þá spyr ég bara ...
Jón Jón Jónsson
Lesa meira
Nú er mikið gert með að uppgjör við hrunið muni ekki eiga sér
stað nema réttað verði yfir Geir á grunni ráðherraábyrgðar.Getur
verið að uppgjörið við hrunið eigi allt undir þessari ákæru? Segjum
svo að þetta kærumál myndi klikka af einhverjum sökum öðrum en
frávísun þingsins. Yrði þá ekkert uppgjör við hrunið og enginn
sannleikur kæmi fram? Getur þetta verið rökrétt eða eru menn
kannski farnir að keyra fastar eftir réttarhöldum en rættlæti?
Hvernig getur það verið að ...
H. Stef.
Lesa meira
Ómaklegt er að kalla Ögmund Jónasson handbendi íhaldsins og
hrunverja. Hann er að mínu mati að gera okkur sem viljum veg
vinstristefnu sem mesta stórgreiða, sérstaklega ef athafnir hans
koma í veg fyrir að Geir verði einn ákjærður. Það helgast af því að
Geir verður píslarvottur Sjálfstæðismanna og frjálshyggjunnar, sem
munu hamra á óréttlæti gagnvart honum meðan kratarnir skjóta sínum
hrunverjum undan málsókn. Málið gæti ...
Guðlaugur Gísli Bragason
Lesa meira
Það var þetta með krosstrén... Ég held að ég þurfi ekki að segja
meir.
Hilda G. Birgisdóttir
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum