AÐ HRUNI KOMINN Janúar 2012
...Ég hef ekki gleymt að við hrunið var kallað eftir nýrri
tegund stjórnmála; stjórnmála án flokksaga, stjórnmála samræðu og
sáttagjörða og aukinnar virðingar fyrir Alþingi. Nú keppast
forvígismenn hins síðastnefnda við að níða skóinn af vinnustað
sínum og samtalið á lítinn hljómgrunn meðal misþroskaðra þingmanna.
Krafan um flokksaga hefur sjaldan verið sterkari og skoðanir þínar
á smæstu málum virðast nægja til að setja þingheim á hliðina.
Nú þegar þú hefur með góðum rökum stutt afstöðu þína í
Landsdómsmálinu; afstöðu sem leiðir rökrétt af orðum þínum og
gjörðum í gegnum tíðina, virðist það vera markmið einhverra
fyrrverandi stuðningsmanna þinna að níða af þér æruna og
ævistarfið....
Stuðningsmaður
Lesa meira
...Þegar kemur að Landsdómsmálinu þá er ég er fyllilega sammála
þeim skilningi að atkvæðagreiðslan þar sem að samþykkt var að ákæra
Geir, en engan ráðherra annan, hafi fært það mál úr þeim farvegi að
vera rannsókn á aðkomu ríkisstjórnar og stjórnmálaumhverfisins að
hruni fjármálakerfisins en í stað þess gert málið að
flokkspólitískum slag... Viljum við beita Landsdómsákvæðinu til að
slaka hefndarþorsta eða til að sýnast taka til eftir sóðaskapinn.
Ef fleiri ráðherrar stæðu í sömu sporum og Geir Haarde þætti mér
annað uppi á teningnum...
Dagur Pálmar Eiríksson Mörk
Lesa meira
Eina ástæða þess að hætta á við þessa sýndarmálssókn er sú að um
leið og þeir aðilar sem átti að ákæra með honum fengu frípassa
breyttist þetta í pólitískan farsa. Að sjálfsögðu á þetta fólk að
sæta ábyrgð, en ekki undir flaggi pólitískra nornaveiða.
Ellert Júlíusson
Lesa meira
...fyrsta frétt af hrunauppgjörsmálum á RÚV var röng; ekki í
fyrsta skipti að sú stofnun bregst. Héðan í frá treysti ég frekar
athugasemdum frá þeirri merku konu, Örnu Mosdal en fréttastofu RÚV.
Ég er sammála ummælum hennar á fésbók um málið: "Uppgjör við Hrunið
getur aldrei falist í því að hengja Geir H. Haarde upp á snaga. Það
vita allir sem vilja vita. En Íslendingar eru sérlega iðnir við að
gleyma sér í tittlingaskít. Uppgjörið átti ma. að koma fram í
breyttum vinnubrögðum á Alþingi, í stjórnsýslunni og í
Stjórnarráðinu...
Jón Jón Jónsson
Lesa meira
Já, það eru fleiri sekir en Geir Haarde en ef einhver á að virða
lögin sjálf og fara eftir þeim þá hlýtur það að vera
innanríkisraðherrann. Og lögin gera ráð fyrir því ferli sem Alþingi
samþykkti að setja í gang, saksóknari hefur birt ákærur og
Landsdómur kveðið upp úr um að fjórar þeirra standi óhaggaðar. Þú
veist það jafnvel og ég að í réttarhöldunum mun þáttur fjölmargra
annarra í hruninu en Geirs koma fram. Margir þeir stjórnmálamenn
sem nú hræðast það mjög að fá allt fram í dagsljósið og styðja
tillögu Bjarna Ben eru bara að hugsa um eigin skinn. Það er
hörmuleg ógæfa vinstrimanna á Íslandi að geta ekki staðið saman um
mikilvæg mál og geta ekki séð stærra samhengi hlutanna...
Sigursteinn Masson
Lesa meira
...Þú átt stuðning minn allan í afstöðu þinni og málflutning um
landsdómsmálið...
Magnús
Lesa meira
Sæll Ögmundur. Beint af fréttavef RÚV ohf, þann 24.01.2012:
"Uppgjörið við hrunið væri að vinstri flokkarnir hefðu komist til
valda, sagði Ögmundur." Í stað þess að fullyrða að hér hafi ekkert
uppgjör átt sér stað í stíl þess sem allur óbreyttur og venjulegur
almenningur hafði vænst, þá spyr ég bara ...
Jón Jón Jónsson
Lesa meira
Nú er mikið gert með að uppgjör við hrunið muni ekki eiga sér
stað nema réttað verði yfir Geir á grunni ráðherraábyrgðar.Getur
verið að uppgjörið við hrunið eigi allt undir þessari ákæru? Segjum
svo að þetta kærumál myndi klikka af einhverjum sökum öðrum en
frávísun þingsins. Yrði þá ekkert uppgjör við hrunið og enginn
sannleikur kæmi fram? Getur þetta verið rökrétt eða eru menn
kannski farnir að keyra fastar eftir réttarhöldum en rættlæti?
Hvernig getur það verið að ...
H. Stef.
Lesa meira
Ómaklegt er að kalla Ögmund Jónasson handbendi íhaldsins og
hrunverja. Hann er að mínu mati að gera okkur sem viljum veg
vinstristefnu sem mesta stórgreiða, sérstaklega ef athafnir hans
koma í veg fyrir að Geir verði einn ákjærður. Það helgast af því að
Geir verður píslarvottur Sjálfstæðismanna og frjálshyggjunnar, sem
munu hamra á óréttlæti gagnvart honum meðan kratarnir skjóta sínum
hrunverjum undan málsókn. Málið gæti ...
Guðlaugur Gísli Bragason
Lesa meira
Það var þetta með krosstrén... Ég held að ég þurfi ekki að segja
meir.
Hilda G. Birgisdóttir
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.
Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum