Fara í efni

AFVEGALEIÐING?

Tilgangurinn helgar meðalið Hjá Samfylkingunni gegn Sjálfstæðisflokknum, sem lýsti sér í því að halda eigin ráðherrum fyrir utan opinbera athugun. Síðan halda menn því fram að ákæran gegn Geir Haarde sé ekki pólitísk! Ég er þér hjartanlega sammála um, að dómur á Geir Haarde yrði fríbréf til annarra, sem ábyrgð bera á fjármálaspillingunni. Á grundvelli þess að komast fyrir orsakir fjármálahrunsins og læra á jákvæðan hátt, hvernig fyrirbyggja má, að slíkt endurtaki sig, er hið eina rétta í stöðunni varðandi Geir Haarde, að Alþingi afturkalli ákæruna. Fullyrðing þín að um AFVEGALEIÐINGU sé að ræða finnst mér eftirtektarverð og áhugavert að skoða málin í því sambandi. Stattu þig áfram í baráttunni gegn raunverulegu samspillingaröflunum.
Gústaf Skúlason