Fara í efni

EKKI FLOKKSLÍNUR

Það er kostulegt að þegar þingmenn fara eftir sannfæringu sinni, þá ætlar allt vitlaust að verða. Grein þín, Ögmundur, í Mbl. í vikunni, var góð og heiðarleg skilgreining á þeirri stöðu sem ákæra Alþingis á hendur Geir H. Haarde er komin í. Þú ert maður að meiri að viðurkenna fyrri mistök, betur væri ef fleiri gerðu slíkt. Ef fólk vill ekki heiðarlega þingmenn, heldur þingmenn sem einungis greiða atkvæði eftir flokkslínu hverju sinni, nægir að einn þingmaður sjái um allar atkvæðagreiðslur fyrir hvern flokk. Málið gegn Geir hefur ekkert með réttlæti eða réttarfar að gera, það snýst um pólitík. Er það eitthvað sem við viljum á Íslandi - pólitísk réttarhöld ?
Birgir Sigmundsson