Fara í efni

GÓÐAR KVEÐJUR

Ögmundur. Það er mjög merkilegt að fylgjast með hvernig almenningur sveiflast til og frá eins og strá í vindi, í sambandi við Landsdómsmálið. Ég lít svo á að ef á að taka bara einn af fjórum í Landsdómsmálinu, þá geta það ekki talist eðlileg og fagleg vinnubrögð þingsins. Í minum huga er ekki réttlátt að taka einn mann, til að friða almenning, hvorki í þessu máli né öðrum. Það er ekki mikið að marka lög, sem gilda bara fyrir suma. Það eru ekki ósekir aðilar, sem hafa hæst um þessi mál núna. Það eitt og sér gerir alþingi vanhæft til að taka afstöðu, sem kemur berlega í ljós, þegar þau taka einn mann úr hópnum, sem ekki er í þeirra flokks-klíku. Er það ekki enná í gildi í stjórnarskránni, að hver og einn sé eiðsvarinn til að kjósa samkvæmt sinni eigin skoðun og samvisku? Það er margt sem bendir til að sumir í ríkisstjórninni og á alþingi viti ekki um þessa mikilvægu grein stjórnarskrárinnar. Gerir það ekki ráðherra og þingmenn vanhæfa, sem ætlast til að einhver brjóti þessa grein stjórnarskrárinnar? Það lítur þannig út fyrir mér. Gangi þér vel framvegis.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir