Fara í efni

SKYNSEMIN RÁÐI

Ekki nein skömm að viðurkenna mistök sín Ögmundur. Með sömu rökum og þú beitir gegn skotvopnaeigendum, eða að glæpamenn gætu komist yfir vopnin og misnotað þau gegn, lögreglu og borgurum, er með sama hætti hægt að segja að kraftmiklir bílar og mótorhjól séu líka misnotuð af glæpagengjum. Kannski rétt að gera þau farartæki upptæk í leiðinni, því ekki er hægt að halda því fram að þetta séu nauðsynleg farartæki fyrir borgara. Ert þú kannski að sjá fyrir þér að Hells Angels Motorcycle Club keyra um á vespum á Íslandi?
Málið snýst ekki um nauðsyn þessara hluta, snýst um það að við höfum mismunandi áhuga. Sumir fá útrás fyrir sitt áhugasvið með því að fara til veiða og aðrir með því að skjóta í mark með skammbyssum og einn hópur með því að setjast á bak á mótorfákum eða keyra kraftmikla bíla. Á bara að ráðast á löghlýðna borgara sem hafa aldrei gert nokkrum manni mein, sem hafa haft töluvert fyrir því að fá þessi réttindi og tæki og tól og gera upp eignir þeirra án þess að leggja fram sannanir eða rök fyrir því að löglega skráðar byssur séu að enda hjá glæpamönnum fyrir milligöngu skotvopnaeiganda?
Þetta er algerlega galið og mun ekki hafa minnstu áhrif á vandann sem við blasir, og gerir ekkert annað en taka áhugamál og eigur af fjölda heiðarlegra og löghlýðinna borgara auk þess að útiloka með nánast öllu þátttöku þeirra í skammbyssugreinum sem stundaðar hafa verið hér á landi.
Kv, Sævar Helgason, með von um að skynsemin ráði að lokum.