SKYNSEMINA AÐ LEIÐARLJÓSI

Ómaklegt er að kalla Ögmund Jónasson handbendi íhaldsins og hrunverja. Hann er að mínu mati að gera okkur sem viljum veg vinstristefnu sem mesta stórgreiða, sérstaklega ef athafnir hans koma í veg fyrir að Geir verði einn ákjærður. Það helgast af því að Geir verður píslarvottur Sjálfstæðismanna og frjálshyggjunnar, sem munu hamra á óréttlæti gagnvart honum meðan kratarnir skjóta sínum hrunverjum undan málsókn. Málið gæti dregist fram að kosningum. Almenningsálitið er klárlega að snúast Geir í hag.
Hef engan hitt sem styður málsókn á hendur honum, nema nokkra krata. VG lendir þarna óhjákvæmilega í skotlínunni, sem meint handbendi kratanna. Afleiðingin gæti orðið VG mjög í óhag og átt stóran átt í sigri hrunverja í næstu kosningum. Góðir félagar, förum að hlutunum með skynsemina að leiðarljósi. Ekki rétta óvininum vopnin í hendurnar.
Guðlaugur Gísli Bragason

Fréttabréf