Fara í efni

ENGIN RÖK?

Það verður að segjast Ögmundur að aðkoma þín að frumvarpi til breytinga á barnalögum er langt frá því að vera rökstudd svo að nokkru leyti geti talist. En forveri þinn í embætti dómsmálaráðherra hafði unnið mikið og gott starf í þágu barna hér á landi með það fyrir augum að færa réttindi barna til þess horfs sem að ríkir í öllum okkar nágrannalöndum með því að innleiða hér heimild dómara til þess að dæma sameiginlegt forræði. Meðan þú eyðir kröftum þínum í að verjast fortíðardraugum þá eru þessi mál í mesta ólestri og þér hefur mistekist hrapalega í að útskýra afstöðu þína í málinu. Hvað er það sem að þú veist svona vel um þetta mál sem enginn annar veit ? Hvernig stendur á því að tvær þingnefndir sem að afgreiddu þetta mál höfðu svona rangt fyrir sér ? Þú hefur ekki enn rökstutt mál þitt og hvet ég þig til að breyta um stefnu í málinu nú þegar.
Gunnar Waage

Þakka þér bréfið Gunnar. Ég ætla mér ekki þá dul að vita allt sem vita má um þessi mál. En þú hefur það hins vegar ekki af mér að ég hef kynnt mér þau vel þótt okkur kunni að greina á. Vísa ég m.a. í þingræður mínar þar sem ég útlista mín rök nokkuð.

Sjá hér: http://www.althingi.is/altext/140/02/l02163413.sgml 
Kv.,
Ögmundur