Fara í efni

ÍSLAND ÚR LOFTI

Setjum svo að við gætum flogið yfir Ísland og sett upp efnahagsgleraugu, svona einsog næturkíki, þá sæi maður eftirfarandi:
2000 milljarða í eigu almennings inni í girðingu sem heitir lífeyrissjóður; maður sæi ríkissjóð í eigu almennings sem skuldar 2000 milljarða; maður sæi 10-20 þúsund manns í atvinnuleysi; maður sæi heilsugæslu í niðurníðslu; maður sæi vegakerfi í ólestri.
Fyrsta hugsunin væri auðvitað: Hvað veldur því að almenningur greiðir ekki upp skuldir sínar (helmingurinn af skuldum almennings er við sjálfan sig) með eignum sínum?
Hvað veldur því að Alþingi ákveður ekki að taka yfir eignir og skuldbindingar lífeyrissjóðanna og hreinsa ríkissjóð af skuldum? Hvað veldur því að ríkið fer ekki út í stórfelldar vegaframkvæmdir og uppbyggingu í helsugæslu, eyðir með því atvinnuleysi, eyðir út kostnaði við atvinnuleysi og fær skatttekjur í staðinn?
Hreinn K