Fara í efni

VÍGSLÓÐI

Sæll Ögmundur.
Mér finnst eftirfarandi línur í Vígslóða eftir Stephan G. Stephansson eiga vel við ástandið í Grikklandi núna: Heimurinn sagður ofbirgur af öllu
öðru en gjaldi, sveltan stæði af nægtum.
Lánardrottnar heimsins hafa vitað,
hvað bjó undir stjórnarkápum ríkja:
Stærra veð í fjárhagsþrælkun fólksins
festa mætti, taka í skuldagísling
ófædd börn, til aldurloka jarðar
erfiðandi að gjalda vöxtu af lánum....

Kær kveðja,
Jón Torfason