Fara í efni

BÁG KJÖR Í ESB

Sæll Ögmundur.
Það má segja að heitt sé í kolunum vegna ESB og ekki burðugar fréttir um líðan fólks á þeim slóðum en þar er niðurskurðurinn gríðarlegur 100 faldur á sumum sviðum miðað við hér á landi sem betur fer. Hugur minn er hjá grískum fjölskyldum öldruðum og sjúkum sem nú munu fá verulega skertar greiðslur svo og atvinnulausir Þó er eitt lykilatriði sem ég hef engan heyrt ræða um hvorki þingmenn eða sjálfskipaða ESB sinna eða ekki og það er hver munu kjör almennings verða komi til inngöngu? Rætt er um brottfall verðtryggingar, lægri vexti en hver skulu launakjör verða og við hvað á að miða? Þýskaland þar sem þau eru hæst eða Austur Evrópu þar sem þau skrapa botninn. Þessa umræðu þarf að taka upp því að verkalýðsfélög hér á landi missa nánast öll völd um launahækkanir þar sem eftir inngöngu snýst allt um hagstæðustu framleiðslu eininguna pr.framleiddan hlut til endursölu á myntsvæðinu.
Þar stendur hnífurinn í kúnni verðbólgan má ekki fara yfir 3.5% að meðaltali hér á landi eftir inngönguog það skilja allir hvað felst í slíku. Írar eru varkár þjóð og nú skal fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla hvort að samþykkja skuli fjárhaldsmenn yfir þjóðina og færa þau völd til Brussel eins og þau drög sem nú liggja fyrir. Ef þetta er svona snjöll hugmynd hvers vegna hefur þá þingið í Wahshington lagt slíkt frumvarp fram og taka fjármálastjórn af öllum sambandsríkjunum sem flest eru gjalþrota eða á gilbrúninni en Ben Bernenke seðlabankastjórinn er með seðlaprentun í 6 gír til að halda við kerfi blekkingarinnar þar sem í raun eru þeir tæknilega gjaldþrota líkt og Grikkland.
Með kveðju,
Þór Gunnlaugsson