BURT MEÐ BANKALEYND!

Sæll Ögmundur. Hvenær geta íbúar þessa lands átt von á nýja Íslandi en nú eru liðin um þrjú ár frá hruni. Eitt af því mikilsvægasta sem þarf að gera er að afnema bankaleynd. Tel það ekki þjóna almannahag að vera með bankaleynd, held fáir telji það æskilegt að vera með þingmenn, lögmenn eða fréttamenn sem litaðir eru af mútum. Hvernig hugnast þér að koma með frumvarp, sem takmarkaði bankaleynd verulega? Mætti einnig leggja það mál undir þjóðina.
Þór

Þakka bréfið. Ég er þér sammála og mun beita mér í þessa veru eins og ég hef reyndar gert áður.
Ögmundur

Fréttabréf