RÉTT SKAL VERA RÉTT

Fyrrum bæjarstjóra í Kópavogi tryggðar um 20 milljónir við það að vera sagt upp, börn sem voru lamin, lokuð inni, foreldralaus, látin drepa hænur 4 ára gömul, þvinguð til vinnu, og jafnvel misnotuð kynferðislega - boðnar 2.3 milljónir af ríkinu, - jafnvel þrátt fyrir það að hafa verið í þeim aðstæðum í áraraðir á vegum barnaverndaryfirvalda. - Formaður þessarar nefndar sem um þetta sér Guðrún Ögmundsdóttir hefur m.a. haft nánast í hótunum við þessa aðila sem voru vistaðir á vegum ríkisins og á Kumbaravogi, Breiðuvík og víðar, með þvi að ef þau skrifi ekki undir þessar smánarbætur stax megi þau eiga það á hættu að fá ekkert - flest þeirra sem þarna lentu í ofbeldi hafa aldrei boðið þessa bætur - margt þessara aðila sem voru vistuð svona eru í dag fólk sem á í miklum erfiðleikum félagslega og hafa ekki getað neitað þessari smánarlegu upphæð þó svo hún sé langt frá þvi að vera sanngjarnar bætur, Þetta er ekki i lagi.
Steinar Immanúel Sörensson

Ekki er ég þér sammála þegar þú talar þessar bætur niður á þennan hátt. Þær eru ekki skattlagðar og  yrðu þær að vera nær tvöfalt hærri til að halda raungildi sínu ef skattur væri lagður á þær. Þá skrifa ég alls ekki upp á lýsingu þína á störfum Guðrúnar Ögmundsdóttur, sem hefur verið vakin og sofin í að gæta hagsmuna þeirra sem eiga um sárt að binda frá uppvaxtarárum sínum á stofnunum hins opinbera. Guðrún skammtar ekki féð, það gerir fjárveitingarvaldið. Hún hefur hins vegar haldið uppi harðri kröfugerð fyrir hönd þeirra sem í hlut eiga! Það þekki ég. Hún geldur þess hins vegar að allt hennar starf er bundið trúnaði og getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér þegar hún er borin röngum sökum. Guðrún hefur staðið sína vakt. Því máttu trúa!!! Rétt skal vera rétt.
Hitt tek ég undir með þér að starfslokasamningar við forstjóra og háttsetta fyrirtækjamenn og í sumum tilvikum stjórnmálamenn og embættismenn eiga sér enga málsvörn. Enga.
Kv., Ögmundur

Fréttabréf