Fara í efni

SAUTJÁN TVÍBREIÐ

Sæll Ögmundur.
Vinur minn útlenskur sagðist vera lélegur í stærðfræði, en góður í þríliðu. Hann var búinn að finna það út t.d. að afskriftir heimilanna væru u.þ.b. 200 milljarðar króna gagnvart bönkum, lánasjóðum og skattgreiðendum. Menn endurnýjuðu bílaflotann, tóku tvo vagna í stað eins áður, og allt vildi það búa í nýtísku höllum "á besta stað í bænum". Vinur minn útlendingurinn reiknaði og reiknaði og fékk alltaf sömu útkomuna: Að þjóðin væri klikkuð að halda að hægt væri að taka lífið að láni, og láta aðra borga fyrir lúxusinn. Meðal annarra orða, hvað má gera mörg tvíbreið jarðgöng fyrir barnalegt lánafyllerí heillar kynslóðar? 17 sagði útlendingurinn og brosti. Hann skildi heldur ekkert í því að milljarða afskriftir fyrirtækja Pétra Þríhrossa þess lands skyldi alltaf enda með því að Þríhrossin eignuðust alltaf fyrirtækin aftur.
Kv
Ólína