ÞAR SEM HVER VER ANNAN

Elsku Ögmundur minn, óttalega ertu nú orðinn meðvirkur í helgislepjunni, þegar þú verð hirðtrúðinn þinn og hrunráðherrann Össur. Slefan slitnar bara ekki á milli ykkar, fremur en Villa og Gylfa. Mér væmir orðið við ferfaldri dekadent stjórnsýslunni og opinberu ríkis- og samtryggðu elítunni. Ber hún aldrei ábyrgð á neinu? Bara baktryggð og samtryggð réttindi, en engar skyldur við land og þjóð? Er það nú þín postullega og skinheilaga kveðja til varnar hinni opinberu spillingu, ríkis-verðtryggðri til ofur-lífeyris, að þar skuli hver verja annan í vellystingum fram á grafarbakkann og mæra svo hvert annað í minningargreinum svo rjómaslepjan velli af sílspikuðum trúðum hirðarinnar? Ég er hreint út sagt gapandi undrandi yfir að þú sért nú orðinn að His Master´s Voice, þeas. hirðtrúðsins Össurar, sem lýgur svo langt sem magi hans nær. En kannski þetta sé bara grínaktug leikflétta hjá þér sem enginn venjulegur og heiðarlegur og almennur maður skilur þó, því grín ykkar í yfirbyggðunum er utan lífsmarka venjulegs manns, en þið komist alltaf upp með hráskinnugsleikinn, sem væruð þið guðir í Valhöll. Fyrigefðu mér Ögmundur, en mér væmir.
Jón Jón Jónsson

Fréttabréf