AÐ HRUNI KOMINN Maí 2012
Þakka þér þarfa hugleiðingu í Sunnudags Mogganum, sem jafnframt
biritst hér á síðunni, um eignarréttinn. Auðvitað á ekki að fjalla
um eignarrétt sem algild grundvallarréttindi sem standi öllum lögum
ofar. Og auðvitað á ekki að leggja öll eignarréttindi að jöfnu,
annars vegar heimilið og hins vegar Kerið!
Jóel A.
Lesa meira
Þú stendur vel að leigumálinu á Grímsstöðum Ögmundur en á sama
tíma sorglegt hvað margir virðast auðkeyptir fyrir skammtíma gróða
með hugsanlegum ómældum átroðningi á viðkvæmt landið okkar.
"Áminning að við þurfum alltaf að vera á verði og reyna að fara vel
með okkur. Alveg eins og með landið sem er okkur svo kært og þolir
ekki nema ákveðinn ágang. Sem er oft á mörkum þess að vera
lífvænlegt og hvert blómstrá telur þar sem vatn á
annað borð finnst og sem er svo sérstakt fyrir
íslensku náttúruna. Flóruna sem við viljum ...
Vilhjálmur Ari Arason
Lesa meira
...Hvernig líður þér í hlutverki stjórnmálamannsins, sem leikur
tveimur skjöldum? "Það hefur aldrei verið vitlausara en nú að ganga
í Evrópusambandið." Og: "Ég segi nei við að þjóðin megi fái að
greiða atkvæði um aðildarferli ríkisstjórnarinnar að
Evrópusambandinu." Til þess að komast úr þeim pólitíska skækjudal,
sem þú ert búinn að koma þér í, verður þú að endurgreiða kjósendum
þínum tólffalt högg á upplogið og uppáþvingað ESB-aðildarferli
krataklíkunnar. Hér er smáhjálp. Morgunbæn: Góði Guð. Hjálpa þú mér
í dag að verða ...
Gústaf Adólf Skúlason
Lesa meira
Hef lengi haft mætur á þér og skoðunum þínum. Var stuðningsmaður
VG í síðustu kosningum einkum vegna ESB andstöðu flokksins, en hef
eins og þúsundir annarra stuðningsmanna nú snúið baki við flokknum,
vegna ESB svikana. Ég hef þó enn leyft mér að hafa trú á þér. En ef
að það er rétt sem sagt er að þú ætlir enn og aftur að sýna af þér
þann ótrúlega tvískinnung og héra hátt að ætla ekki að styðja það
að málinu verði vísað til þjóðarinnar eins og Vigdís Hauksdóttir
leggur nú til og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hefur lýst stuðningi
sínum við. Þá ert þú að ...
Gunnlaugur Ingvarsson
Lesa meira
Jæja, Ögmundur, hvernig í ósköpunum ætlarðu að réttlæta það
hvernig þú greiddir atkvæði í dag um tillögu Vigdísar Hauksdóttur?
Af hverju viltu ekki leyfa okkur, kjósendum þessa lands, að svara
því hvort halda eigi áfram með aðlögunarferlið eða ekki? Hvar er
umhyggjan fyrir aukinni þátttöku "þjóðarinnar" í ákvarðanatöku
núna? Ég bíð spenntur eftir svörum.
Guðvarður
Lesa meira
Þú ert búinn að svíkja þína kjósendur og þinn flokk um að
berjast fyrir að fara ekki í ESB. Þú afskrifar rétt þinn til að
vera í ríkisstjórninni í dag, þegar þú hafnaðir tillögu Vígdísar
Hauksdóttur um að þjóðin fengi að kjósa um að draga
aðildarviðræðurnar að ESB til baka. Aldrei hefði ég trúað þessu um
þig, og ekki mun ég verja nein mál sem þú styður hér eftir. Þú
virðist ekki skilja hvers virði traust almennings og kjósenda er,
sem þó borgar þér laun! Og ekki skilur þú raunverulega ...
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
Lesa meira
...Þar brást þú við fyrri færslu minni (auk annarra
stjórnlagaráðsliða) sem ég birti hér neðst - en sólarhring síðar
birti ég nefnilega þessa efnisathugasemd sem gaman væri að fá
viðbrögð þín við: "Eins og Hjörtur Hjartarson lýsir hér að hér að
ofan fyrir tæpnum sólarhring eru stór skref stigin í þágu beins
lýðræðis sem Ögmundur kallar eftir og tel ég því fullsvarað og
afstöðu Ögmundar misskilning - enda heldur forseti auk þess
óskertum málskotsrétti. Hinu þarf líka að svara - sem Ögmundur
segir um eignarrétt; hann virðist eins og fleiri ekki hafa áttað
sig á merkilegu nýmæli í eignarréttarákvæðinu. Vissulega er rétt að
1. mgr. þess er óbreytt, orðrétt frá 72. gr. stjórnarskrárinnar
(13. gr. frumvarpsins): "Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má
skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji.
Þarf til þess ...
Gísli Tryggvason
Lesa meira
...Bara að láta Innanríkisráðherrann vita, að nú undir kvöld
(bréfið barst 16/5), á síðustu metrunum fyrir Kristi
Himmelfartsdag, berast þau tíðindi frá RÚV sjálfu, að nú vilji þeir
loksins kveða Lilju með þér. Það var tími til kominn að sú vesæla
fréttastofa rifi sig loks upp á rassgatinu og segði sannleikann,
sem þú og við svo ótal mörg höfum alltaf vitað, þó sú fréttastofa
þegi þunnu hljóði, sem ætíð, um samfylktu íslensku landsölumafíuna
sem þú ert í stjórn með og hlýtur því að treysta ógesslega vel, en
litlu verður Vöggur þó feginn á þessum síðustu og alverstu tímum og
leyfum því RÚV að njóta þess, þegar fréttastofa þess segir amk.
einu sinni sannleikann um Nubo og co...
Jón Jón Jónsson
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi lýðræðistakmarkanirnar í
stjórnarskrárdrögum Stjórnlagaráðs, en er að hugleiða það sem þú
segir um eignarréttinn. Vel má vera að það sé rétt hjá þér að
eignarréttur eigi ekki að flokkast til grundvallar mannréttinda
eins og gert er í núvernadi stjórnarskrá og nýju
stjórnarskrárdrögunum einnig. Þó ekki viss. En það er rétt hjá þér
að það er ekki sama hvort við erum að tala
um ...
Sunna Sara
Lesa meira
Þakka þér fyrir að vekja máls á hrokanum í Stjórnlagaráðsfólkinu
sem móðgast við alla þá sem voga sér að vera ósammála einhverju í
drögum þeirra að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Hreytt er ónotum
í þá sem eru á einhvern hátt á öndverðum meiði. Maður veit varla
hvort á að hlægja eða gráta svo hallærislegt er þetta. Ég hélt að
við værum búin að fá okkar skammt af hroka frá fólki sem telur sig
yfir aðra hafið.
Jóel A.
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.
Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum